Úrval - 01.01.1968, Side 57

Úrval - 01.01.1968, Side 57
MESTI SKEMMDARVARGUR JARÐARINNAR 55 Guineu, C. A. W. Monckton að nafni, skýrði frá því, að hann hafi einu sinni dvalið að næturlagi á kóralrifi við strendur Trobriand- eyjanna. Þar virtist ekki vera neitt líf. En honum kom varla dúr á auga, því að rottur spígsporuðu yfir hann alla nóttina. Næsta morgun athug- aði hann rifið gaumgæfilega. Hon- um var það ráðgáta, á hverju öll þessi rottumergð gæti lifað á þess- ari gróðurlausu eyju. Hann sá ekki nein merki um ávexti, hnetur, skordýr né aðra fæðu. „Svo tók ég eftir því“, segir Monckton, „að nokkrar rottur voru að ganga niður að yztu brún rifs- ins. Þetta voru renglulegar rottur með hárlausa, bleika hala. Þær virt- ust hungraðar. Þegar þær komu fram á brúnina, difu þær halanum niður í sjóinn hver af annarri. Og skyndilega stökk ein rottan næst- um heilan metra upp í loftið. Og ég sá, að þegar hún kom aftur til jarðar, hékk krabbi í halanum á henni. Rottan snarsneri sér við, greip krabbann og hámaði hann í sig. Og síðan hélt hún aftur á veiði- staðinn. Og svona veiddu rotturn- ar krabbana, hver af annarri." Fyrir hálfri öld skrifaði enskur dýrafræðingur þessi orð um rott- una: „Rottan er líklega hættuleg- asta og útbreiddasta plága, sem þjáir mannkynið. Hún virðist ekki gera neitt það gagn, er geti rétt- lætt tilveru hennar.“ Á vissan hátt hafði dýrafræðingur þessi rangt fyrir sér, þótt segja megi, að þar sé kannske ekki um beint aðal- atriði að ræða. Manninum hefur að vísu ekki tekizt að vinna sigur á villtu rottunni, en honum hefur tekizt að rækta eitt afbrigði henn- ar í vissum tilgangi og hefur haft mikið gagn af þessu nú þegar. Er þar um að ræða hvítu rannsóknar- stofurottuna með rauðu augun, sem er eitt þýðingarmesta líffræðilega vopn í hinu vísindalega vopna- búri okkar í stríðinu við sjúk- dómana. Enginn veit, hversu mörg- um mannslífum hefur verið bjarg- að með hjálp lyfja, sem fundin voru upp í rannsóknarstofum og prófuð þar fyrst á tilraunarottum. Sama má segja um nýjar skurðaðferðir, sem fyrst voru reyndar á tilrauna- rottum, og ýmsa nýja líffræðilega þekkingu, sem fengizt hefur við rannsóknir á tilraunarottunum, en sú nýja þekking mun verða til mikils gagns fyrir mennina sjálfa, því að þannig hafa þeir öðlazt dýpri skilning á hinum líffræðilegu lög- málum alls lífs. Það er því líklegt, að hin hataða og fju-irlitna rotta sé þannig að lokum að bæta mannin- um að nokkru upp það eigna- og líftjón, sem hún hefur bakað hon- um um aldaraðir. Á rakarstofu einni á eyjunni Tahiti eru engin tímarit, en aftur á móti nóg af gíturum svo að viðskiptavinirnir geti leikið nokkur lög, meðan þeir bíða. Milwaukee Journal.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.