Úrval - 01.01.1968, Side 63
ÆVIR PLUTARKS
61
fram með tilvitnanir, sem sýna hið
mannlega viðhorf Plutarks til allr-
ar frásagnarinnar.
Hann hefur áhuga fyrir öllu,
nema ef vera skyldi helzt fyrir því
augljósa. Eins og góðum Grikkja
sæmdi, dáði hann það, sem nýtt
var og óvenjulegt.
Svo er stundum sagt að sjónar-
mið Plutarks í sagnagerðinni hafi
verið sjónarmið vandlætarans. Það
er alveg rétt, að í Hliðstæðar ævir,
ber hann saman dyggðir og lesti
söguhetjanna. Hann byrjar sögu
sína af Periklesi með því að segja,
að hann velji heldur þá menn til
sögunnar, sem hafi verið athafna-
menn, því að slíkir menn séu lík-
legri til að vera almenningi gott
fordæmi og veki mönnum heldur
löngun til að óska sér dyggða og
skilja þær, en ef rakin væri ævi
skálds eða málara. Samt myndi
betra að kalla Plutark mannvin,
eða humanista. Hann er umfram
allt fullur áhuga á lyndiseinkunn
og manngerð mikilla manna og svo
notuð séu orð D’Astier de la Vig-
erie: „Manna, sem bíða eftir plássi
í veraldarsögunni." Plutark ein-
beitir sér að þessu og hann skrifar:
Líkt og andlitsmálarinn dregur
nákvæmar svip- og andlitsdrætti
andlitsins en annarra hluta líkam-
ans, eins hlýtur mér að leyfast að
beita meiri athygli að því, sem
einkennir sálarlíf mannanna, og
þegar ég á þennan hátt dreg upp
mynd af ævi þeirra, hlýtur mér
einnig að leyfast að láta öðrum
eftir að lýsa því sem stórkostlegra
er, svo sem stórorrustum og öðrum
þvílíkum atburðrun."
Ævirnar lýsa áhuga mikils gáfu-
manns á mannlííinu yfirleitt. —
Allt frá því, sem yfirnáttúrulegt
getur talizt og til þess að fjalla um,
hvernig sumir menn eyði pening-
um sínum. Ævirnar staðfesta einn-
ig hæfileika mannanna til að vera
miklir af sjálfum sér og ganga fá-
farna stigu og aðra en samborg-
arar þeirra, til þess að verða
merkjasteinar til góðs eða ills, í
sögunni. Plutark er gullnáma fyrir
sagnfræðinga og hann er líka vin-
sælastur allra sagnfræðinga forn-
aldar. Þrátt fyrir það, að hann var
virðulegur borgari, borgarráðsmað-
ur og fjölskyldufaðir, er hann eins
og skógarguð, sem leikur á flautu
sína og býður okkur að fylgja sér
um dimmar skóglendur mannlegrar
sálar, þar sem einkennileg dýr haf-
ast við og óskirnar eru villtar, en
þar heyrast líkast hálfkæfðir tón-
ar, sem vekja ánægju.
Það má kannski segja um Plut-
ark, að hann freisti manns fremur
til að gleyma sér í fornri sögu
heldur en að hann sé þar leiðsögu-
maður.
1 Teheran sitja farþegar í leigubílunum „i framsætinu, svo að þeir
geti horft á umferðarslysin," segir einn Iransbúi. „Hér fær maður
um 6 slys á hvert „gallón" (4% lítra) af bensíni.“
Earl Wilson.