Úrval - 01.01.1968, Side 63

Úrval - 01.01.1968, Side 63
ÆVIR PLUTARKS 61 fram með tilvitnanir, sem sýna hið mannlega viðhorf Plutarks til allr- ar frásagnarinnar. Hann hefur áhuga fyrir öllu, nema ef vera skyldi helzt fyrir því augljósa. Eins og góðum Grikkja sæmdi, dáði hann það, sem nýtt var og óvenjulegt. Svo er stundum sagt að sjónar- mið Plutarks í sagnagerðinni hafi verið sjónarmið vandlætarans. Það er alveg rétt, að í Hliðstæðar ævir, ber hann saman dyggðir og lesti söguhetjanna. Hann byrjar sögu sína af Periklesi með því að segja, að hann velji heldur þá menn til sögunnar, sem hafi verið athafna- menn, því að slíkir menn séu lík- legri til að vera almenningi gott fordæmi og veki mönnum heldur löngun til að óska sér dyggða og skilja þær, en ef rakin væri ævi skálds eða málara. Samt myndi betra að kalla Plutark mannvin, eða humanista. Hann er umfram allt fullur áhuga á lyndiseinkunn og manngerð mikilla manna og svo notuð séu orð D’Astier de la Vig- erie: „Manna, sem bíða eftir plássi í veraldarsögunni." Plutark ein- beitir sér að þessu og hann skrifar: Líkt og andlitsmálarinn dregur nákvæmar svip- og andlitsdrætti andlitsins en annarra hluta líkam- ans, eins hlýtur mér að leyfast að beita meiri athygli að því, sem einkennir sálarlíf mannanna, og þegar ég á þennan hátt dreg upp mynd af ævi þeirra, hlýtur mér einnig að leyfast að láta öðrum eftir að lýsa því sem stórkostlegra er, svo sem stórorrustum og öðrum þvílíkum atburðrun." Ævirnar lýsa áhuga mikils gáfu- manns á mannlííinu yfirleitt. — Allt frá því, sem yfirnáttúrulegt getur talizt og til þess að fjalla um, hvernig sumir menn eyði pening- um sínum. Ævirnar staðfesta einn- ig hæfileika mannanna til að vera miklir af sjálfum sér og ganga fá- farna stigu og aðra en samborg- arar þeirra, til þess að verða merkjasteinar til góðs eða ills, í sögunni. Plutark er gullnáma fyrir sagnfræðinga og hann er líka vin- sælastur allra sagnfræðinga forn- aldar. Þrátt fyrir það, að hann var virðulegur borgari, borgarráðsmað- ur og fjölskyldufaðir, er hann eins og skógarguð, sem leikur á flautu sína og býður okkur að fylgja sér um dimmar skóglendur mannlegrar sálar, þar sem einkennileg dýr haf- ast við og óskirnar eru villtar, en þar heyrast líkast hálfkæfðir tón- ar, sem vekja ánægju. Það má kannski segja um Plut- ark, að hann freisti manns fremur til að gleyma sér í fornri sögu heldur en að hann sé þar leiðsögu- maður. 1 Teheran sitja farþegar í leigubílunum „i framsætinu, svo að þeir geti horft á umferðarslysin," segir einn Iransbúi. „Hér fær maður um 6 slys á hvert „gallón" (4% lítra) af bensíni.“ Earl Wilson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.