Úrval - 01.01.1968, Síða 68
ins sagði: — Snúðu því við og réttu
hinn endann fyrst.
Fíllinn gerði það með orðinu.
Richard Carrington, sem mikið
hefur athugað fíla, heldur því fram
að það sé vafasamt að fíllinn sé
skynsamari en hesturinn og við,
sem ekki erum haldin* neinni til-
finningasemi gagnvart hestinum
verðum að viðurkenna, að hann er
heldur heimsk skepna.
Eitt eru heilasérfræðingar sam-
mála um, en það er, að spendýrin
séu einu dýrin, sem hægt sé að
tala um að búi yfir einhverri dýra-
skynsemi en þó kunna að vera á
þessu einhverjar vafaundantekn-
ingar. Það mætti máski líta á það,
sem skynsemisstarf að nota tæki
til að hjálpa sér í lífsbaráttunni.
Skógarsnípan á Galapagos notar
kaktusbrodd til að róta skordýrum
útúr holum og rifum. Margir myndu
einnig vilja eigna hrafninum dá-
litla vitglóru, og alþekktur er hæfi-
leiki hans til að halda sig frá og
varast byssu veiðimannsins og vís-
indamenn eru farnir að halda
margir, að hæfileiki páfagauksins
til að læra mannleg orð, sé eitt-
hvað meira en eðlisávísun.
Það er fleira, sem getur bent til
gáfnaíars en sá hæfileiki einn að
leysa vandamál.
Hin mikla gamansemi og leikur
otursins er ástæðan fyrir því að
hann er talinn með skynsömustu
dýrum. Otrarnir búa sér stundum
til rennibrautir úr snjó eða leðju
og leika sér í þeim svo klukku-
stundum skiptir og svo virðist, sem
það gildi einhverjar reglur í leikn-
um. Otrar hafa sézt að veiðum,