Úrval - 01.01.1968, Síða 70
68
ÚRVAL
vitað henni til hjálpar, hversu ört
hún tímgast, en hyggindi virðast
þó eiga mikinn hlut í viðhaldi rott-
unnar. Reyndar rottur hafa sézt
velta og sparka til fellu, þar til
hún small og éta þá agnið. Rottum
í búri hefur verið fengin stór kex-
kaka utan rimlanna, og þær hafa
seilzt i hana og snúið henni fyrir
sér upp á rönd, og dregið hana
þannig inn um rimlana.
Eitt er það dýr, sem þykir með
afbrigðum viti borið en það er fjalla-
mörðurinn. Þessi 30 punda kjötæta
á það til að gera starf veiðimanns-
ins að engu með því að flytja
burtu felluna, eyðileggja fyrir hon-
um, það sem hann áður hefur veitt,
og enda svo með því að ráðast inní
veiðikofa hans og eyðileggja sér
til skemmtunar allt, sem eyðilagt
verður.
Veiðimenn eigna fjallamerðinum
næstum mannlegt vit að því er það
snertir að kunna skil á vélveiði-
tækjum. Þeir segja að það séu fáar
gerðir fellna, sem fjallamörðurinn
læri ekki á, eftir að hafa kynnzt
þeim eitthvað.
Það er sagt, að þvottabjörninn
sé einnig mjög hygginn á þessu
sviði, en til allrar hamingju er hann
vingjarnlegra dýr en fjallamörður-
inn.
Lokasvarið við spurningunni um
gáfnarfar dýra, segja heilasérfræð-
ingar að finnist máski með því að
beita athugunum á hegðan dýr-
anna úti í náttúrunni til að styrkja
athuganir á rannsóknarstofum.
Eftir því, sem vísindamennirnir
læra meira um hegðan dýranna við
eðlilegar aðstæður, eiga þeir hæg-
ara með að útbúa hæfilegar til-
raunir á rannsóknarstofunum. Von-
andi lyktar þessum rannsóknum
með því, að við fáum greinarbetra
svar frá vísindamönnunum um
gáfnafar þessara frænda okkar.
Maður einn í Belfast kom í heimsókn á sveitabæ, þar sem hann
hafði ekki komið um langa hríð. Bóndakonan opnaði, er hann barði
að dyrum.
„Halló, Maggie, gaman að sjá Þig,“ sagði hann. „Hvernig iíður Sam?“
„Sam?“ át hún eftir honum. „Vissirðu það ekki? Hann er dauður.
Fór niður i kálgarð að taka upp hvítkálhaus fyrir kvöldmatinn og datt
beint á hausinn ofan á hvítkálshausinn, þegar hann beygði sig niður
til þess að kippa honum upp.“
„Það var hræðilegt, Maggie. Hvað í ósköpunum tókstu þá til bragðs?"
„Nú, hvað gátum við svo sem gert? Við urðum bara að opna bauna-
dós."
Irish Digest.
Hamingjan er fólgin i því að vera ánægð með það, sem við eigum,
og það sem við eigum ekki.
Spurgeon.