Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 73
BÚRFELLSVIRKJUN 1918
71
nóvemberloka, nema dagana 7.—9.
nóv., er truflun varð af ísi og síðan
aftur allan de.sember og 4 fyrstu
mánuði 1916. Þá fást mælingar frá
1. maí óslitið til nóvemberloka. Síð-
an eru engar mælingar næstu 5 mán-
uði. En 1. maí 1917 byrja þær aftur
og eru samfleytt til ágústmánaðar-
loka, sem skýrsla Sætersmoens nær
til.
Út frá þessum hæðarmælingum
fær Sætersmoen fram meðalvatns-
borðshæð hvers mánaðar, sem mæl-
ingarnar ná til. Nær hann þannig
meðalhæð um 10 mánuði við Þjórs-
árholt, en 8 mánuði við Haga. Hef-
ir hann náð þessum meðaltölum
sumum um 3 ár, öðrum um 2 ár,
en öðrum aðeins 1 ár, en engar eru
um janúar eða desember. Við Haga
hefir heldur ekki náðst í meðaltal
í febrúar, marz og apríl.
Vatnsrennslismælingar með spaða-
mæli voru gerðar þrjár við Þjórs-
árholt, þar af ein árið 1915, en tvær
1917. Ein rennslismæling var gerð
við Haga sumarið 1916 og í Tungna-
á sama sumar. Auk þess styðst Sæt-
ersmoen við vatnsrennslismælingu,
er Jón Þorláksson, fyrrum lands-
verkfræðingur, gerði með því að
mæla yfirborðshraðann með flám.
Mældist Jóni rennslið 250 m3/sek
og taldi Sætersmoen það koma vel
heim við mælingar sínar.
Með þessum rennslismælingum
við Þjórsárholt tókst Sætersmoen að
búa til rennslislykil frá rúmlega
meðalrennsli niður í lágrennsli, er
hann taldi kalla mætti 250/m3/sek.
Hann náði aldrei að mæla lægra
rennsli.
Mælingar í Tungnaá benda til
þess, að þá (28. ágúst 1916) hafi að-
eins þriðji hluti rennslisins við
Þjórsárholt komið frá Tungnaá, en
eftir skiptingu úrkomusvæðisins
hefði Tungnaá átt að flytja nær
60%.
Mesta flóðrennsli gizkar hann á
að sé 2000 m3/sek og getur þess,
að flóðin standi venjulega stuttan
tíma.
Sætersmoen ber þessar ár saman
við norskar ár og telur rennsli ís-
lenzku ánna óvenjulega jafnt allt
árið. Rekur hann ástæðuna til veð-
urfarsins, tiltölulega milda vetra og
auk þess áhrifa jöklanna, sem séu í
rauninni stórkostlegir vatnsgeymar.
Sætersmoen athugaði og vatns-
miðlunarskilyrðin í því skyni að
geta aukið minnsta rennsli ánna,
þ. e. Tungnaár og Neðri-Þjórsár. Það
eru stöðuvötnin á vatnasvæði Kalda-
kvíslar og Tungnaár, Þórissjór ann-
ars vegar og Fiskivötn hins vegar,
sem geta orðið uppistöður til vatns-
miðlunar. Af Fiskivötnum telur
hann upp „Stórasjó, Grænavatn,
Snjóölduvatn, Nýjavatn, Skálavatn,
Tjaldvatn, Langavatn o. m. fl.“ Hann
skýrir frá því, að hann hafi ekki
getað gert nákvæmar mælingar um
uppistöðurnar, en gizkar á að þær
muni rúma um 500 millj. m3. Út
frá þeim forsendum telur hann, að
þegar miðlunarvirkin hafi verið
gerð, megi nýta í Neðri-Þjórsá í
venjulegu ári 300 m3/sek um 5 lág-
rennslismánuði og 480 m3/sek í 7
mánuði og samsvarmánuðina. Við
Búrfell megi fá 285 m3/sek í 5 mán-
uði og 480 m3/sek í 7 mánuði og
samsvarandi í Tungnaá 120 og 150
m3/sek.