Úrval - 01.01.1968, Page 79

Úrval - 01.01.1968, Page 79
BÚRFELLSVIRKJUN 1918 77 stór, að komast megi niður um þau inn í æðarnar til eftirlits. Við ann- an enda inntaksstíflunnar er komið fyrir ísrás og botnrásum. ísrásinni er lokað með járnhlera, sem hleypa má niður undir vatnsborð og fleyta þannig yfir hann ísi eða öðru, sem safnazt hefir í inntaksþróna og við þarf að losna. Sérstök vinda er fyr- ir íslokuna. Botnrásinni er skipt í tvennt og er járnrenniloka fyrir hvorum helmingi og sérstök vinda til að hreyfa lokurnar. Forstreymis við lokurnar er steinsteypan klædd járnplötum til hlífðar vegna vatns- hraðans, þegar hleypt er úr. Sam- eiginlegt iokuhús er byggt á stífl- unni yfir vindumar. Frá stöðvarinntakinu liggja þrýsti- vatnsæðarnar niður stífluna loft- megin inn í lokahús, þar eru hrað- virkir spjaldlokar, kallaðir önglok- ar (throttlevalves), sem ætlað er að loka sjálfvirkt æðinni, ef vatnshrað- inn í henni fer upp í tiltekna hæð, svo sem verða myndi ef æðin brysti. Er notaður til þessa þrýstiolíubún- aður, sem verkar á lokunarstrokka lokans og lokar honum á um það bil 15 sek. Auk þess má loka með hendi, og rafrænni fjarstýringu úr aflstöð er einnig komið fyrir. Lofti er hleypt inn í æðina um sérstakan loftloka, þegar vatnið rennur úr. Þrýstiolían fær þrýstng sifcm frá tveimur rafknúnum olíudælum. Er önnur þeirra til vara. Þeim er kom- ið fyrir í sérstakri viðbyggingu loka- hússins. Yfir lokunum er rennikrani, sem notaður er við setningu lok- anna og upptekt. í öðrum enda loka- hússins er viðbygging fyrir vindu strengbrautar, er liggur meðfram þrýstivatnsæðunum. Með henni má lyfta öllum þungum vélahlutum upp í húsið og flytja þá þaðan með rennikrana, hvern á sinn stað. Yfir þessum rennikrana er annar, sem rennur þvert á hinn neðra. Með honum má flytja byrðar upp á stíflu á útskot á henni og setja þær á vagn, sem rennur á stíflusporinu. í við- byggingu í hinum enda lokahússins er einnig vinda fyrir strengbraut þeim megin þrýstivatnsæðanna, en sett nokkru lægra, því landi hall- ar þarna meira. í jafnhæð við gólf lokahússins og á efri hæðum þess, er rýmið notað til verkstæðis, birgðageymslu, snyrtirúma og vist- arveru starfsmanna, auk rafbúnað- arhúss fyrir lýsingu og hreyfla stífluvélanna. Þrýstivatnsæffarnar. Til þess að komizt verði af með sem minnsta sprengingu í braut þrýstivatnsæð- anna eru þær lagðar í fjórum braut- arhlutum með 5 æðum í hverri. Lengdir brautarhlutanna verða mis- jafnar, 450 m hin stytzta og 480 m hin lengsta. Þvermál æðanna minnk- ar í stigum eftir því sem neðar dregur, frá 3,75 m efst niður í 2,25 m neðst. Vatnshraðinn verður því vaxandi frá 2,2 m/sek upp í 6,05 m/sek. Falltapið er reiknað 3,20 m, að meðtöldu viðnámi í inntaksop- um og beygjum, þannig að með vatnshæð fyrir framan inntaksgátt- ir 243 m og vatnsborð í frárennslis- skurði 132 m fæst nothæf fallhæð á hverflana 107,8 m. Þrýstivatnsæðarnar eru 8—9 mm á þykkt efst samhnoðaðar stálplötur með kverkjárnum utan á til styrkt- ar og neðan til heilsoðnir hólkar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.