Úrval - 01.01.1968, Síða 79
BÚRFELLSVIRKJUN 1918
77
stór, að komast megi niður um þau
inn í æðarnar til eftirlits. Við ann-
an enda inntaksstíflunnar er komið
fyrir ísrás og botnrásum. ísrásinni
er lokað með járnhlera, sem hleypa
má niður undir vatnsborð og fleyta
þannig yfir hann ísi eða öðru, sem
safnazt hefir í inntaksþróna og við
þarf að losna. Sérstök vinda er fyr-
ir íslokuna. Botnrásinni er skipt í
tvennt og er járnrenniloka fyrir
hvorum helmingi og sérstök vinda
til að hreyfa lokurnar. Forstreymis
við lokurnar er steinsteypan klædd
járnplötum til hlífðar vegna vatns-
hraðans, þegar hleypt er úr. Sam-
eiginlegt iokuhús er byggt á stífl-
unni yfir vindumar.
Frá stöðvarinntakinu liggja þrýsti-
vatnsæðarnar niður stífluna loft-
megin inn í lokahús, þar eru hrað-
virkir spjaldlokar, kallaðir önglok-
ar (throttlevalves), sem ætlað er að
loka sjálfvirkt æðinni, ef vatnshrað-
inn í henni fer upp í tiltekna hæð,
svo sem verða myndi ef æðin brysti.
Er notaður til þessa þrýstiolíubún-
aður, sem verkar á lokunarstrokka
lokans og lokar honum á um það
bil 15 sek. Auk þess má loka með
hendi, og rafrænni fjarstýringu úr
aflstöð er einnig komið fyrir. Lofti
er hleypt inn í æðina um sérstakan
loftloka, þegar vatnið rennur úr.
Þrýstiolían fær þrýstng sifcm frá
tveimur rafknúnum olíudælum. Er
önnur þeirra til vara. Þeim er kom-
ið fyrir í sérstakri viðbyggingu loka-
hússins. Yfir lokunum er rennikrani,
sem notaður er við setningu lok-
anna og upptekt. í öðrum enda loka-
hússins er viðbygging fyrir vindu
strengbrautar, er liggur meðfram
þrýstivatnsæðunum. Með henni má
lyfta öllum þungum vélahlutum upp
í húsið og flytja þá þaðan með
rennikrana, hvern á sinn stað. Yfir
þessum rennikrana er annar, sem
rennur þvert á hinn neðra. Með
honum má flytja byrðar upp á stíflu
á útskot á henni og setja þær á vagn,
sem rennur á stíflusporinu. í við-
byggingu í hinum enda lokahússins
er einnig vinda fyrir strengbraut
þeim megin þrýstivatnsæðanna, en
sett nokkru lægra, því landi hall-
ar þarna meira. í jafnhæð við gólf
lokahússins og á efri hæðum þess,
er rýmið notað til verkstæðis,
birgðageymslu, snyrtirúma og vist-
arveru starfsmanna, auk rafbúnað-
arhúss fyrir lýsingu og hreyfla
stífluvélanna.
Þrýstivatnsæffarnar. Til þess að
komizt verði af með sem minnsta
sprengingu í braut þrýstivatnsæð-
anna eru þær lagðar í fjórum braut-
arhlutum með 5 æðum í hverri.
Lengdir brautarhlutanna verða mis-
jafnar, 450 m hin stytzta og 480 m
hin lengsta. Þvermál æðanna minnk-
ar í stigum eftir því sem neðar
dregur, frá 3,75 m efst niður í 2,25
m neðst. Vatnshraðinn verður því
vaxandi frá 2,2 m/sek upp í 6,05
m/sek. Falltapið er reiknað 3,20 m,
að meðtöldu viðnámi í inntaksop-
um og beygjum, þannig að með
vatnshæð fyrir framan inntaksgátt-
ir 243 m og vatnsborð í frárennslis-
skurði 132 m fæst nothæf fallhæð
á hverflana 107,8 m.
Þrýstivatnsæðarnar eru 8—9 mm
á þykkt efst samhnoðaðar stálplötur
með kverkjárnum utan á til styrkt-
ar og neðan til heilsoðnir hólkar