Úrval - 01.01.1968, Síða 80
78
með mestu þykkt 18 mm og sam-
hnoðaðir á skeytakrögum í kring.
Æðarnar eru lagðar á steinsteypia
stöpla með 6 m millibili og festar
á öllum beygjum með járnbentum
festistöplum. Milli festistöplanna
eru þensluhólkar í æðunum vegna
lengdarhreyfingar við hitabreyting-
ar og hafðar eru mannsmugur á
æðunum með hæfilegu millibili,
vegna eftirlits.
Þegar æðarnar eru settar niður,
eru báðar strengbrautirnar notaðar
við það. Niðri við aflstöðina hafa
þessar brautir beint samband við
járnbrautarspor til virkjunarstaðar-
ins. Syðri strengbrautin liggur áfram
upp með stíflunni og aðrennslis-
skurði upp að stíflunni í Þjórsá.
Stöðvarhúsið er 252 m á lengd og
44 m á breidd að utanmáli. Með
hreinni fallhæð 107,8 m fást 550,000
virk hestöfl í hverfilásana, þegar
orkunýting hverflanna er 80%.
Þessu afli er skipt niður á 20 véla-
samstæður með 27500 hestafla mál-
raun hverfla. Ef ein vélasamstæðan
þyrfti viðgerðar, er ætlunin að hin-
ar 19 geti tekið á sig afl hennar
þ. e. 1450 hestafla yfirálag eða 5%.
En auk þess má haga viðgerðum
þannig, að þær komi á árið, þegar
vatnsnotkunin er minni.
Auk þessara 20 vélasamstæðna er
gert ráð fyrir að hafa tvær 1000
hestafla hjálparsamstæður, sem veita
afli til rennibrauta, verkstæða, lýs-
ingar og dælna, en þær eru einnig
hafðar í tvennu lagi til vara. Dæl-
urnar eru fyrir þrýstioiíu í loka og
stilla. Þessar hjálparvélasamstæður
fá rekstrarvatn sitt um greinæðar
frá tveimur aðalþrýstiæðunum hvor.
ÚRVAL
Þótt lokað sé fyrir aðra æðina kem-
ur vatnið frá hinni.
Hverflarnir eru Francishverflar
með tveimur drifhjólum hver, inni-
lukt í sínum lúðri hvort. Sográsin
er sett á milli lúðranna. Hverfil-
ásinn er tengdur við rafalás með
ásmíðuðum kragatengslum.
Hverfilstillarnir nota þrýstiolíu
frá olíudælum, sem eru reimknún-
ar frá hverfilásnum og hefir hver
hverfill sína dælu. Dælurásirnar eru
lagðar í rennur í steypugólfinu og
hafa samband hver við aðra, með
lokum í, þannig að þótt ein dæla
sé tekin úr sambandi, má nota
þrýstiolíuna frá sameiginlegri olíu-
æð, og dælurnar eru nógu styrkar
til að geta tekið þetta á sig. Auk
þess má fá þrýstiolíu til stillanna
frá fyrrnefndum lokaolíudælum, því
samband er sett á milli kerfanna.
Hverfiistillarnir eru og rafrænt
stilltir, fjarstýrðir frá stjórnborði,
þannig að ræsa má og hliðtengja
hverja vélasamstæðu þaðan.
Til þess að komast hjá skaðleg-
um þrýstingshækkunum vatns við
snöggt álagshvarf, hefir hver hverf-
ill öryggisloka, sem er í greinæð
frá hverfilæðinni ofan við aðrennsl-
ið í hverfilinn. Lokinn er hreyfður
með þrýstiolíu frá olíuþrýstikerfi
hverfíl'stillanría,. ÚtrájS vatnsins í
lokanum er fóðruð stálplötum vegna
vatnshraðans niður í sográsina.
Þegar taka á hverfil úr sambandi,
er lokað fyrir vatnið með renniloka
og öngloka, sem komið er fyrir í
þrýstivatnsæðunum í sérstöku loka-
búsi áfast við aflstöðvarhúsið. Öng-
lokana má hreyfa við fullan vatns-
þrýsting, en rennilokana aðeins þeg-