Úrval - 01.01.1968, Síða 84
Hinn
mikli
vonarpeningur
ANDREA
DORIA
Fred Dickenson
Verður hægt að
lyfta þessu stóra munaðarskipi,
eftir að það hefur legvð
heilan áratug á botninum á
Atlantshafi?
Verður hægt að bjarga
verðmætunum um borð?
Vonin um þetta hvorttveggja
kvelur margan
björgunarsérfræðinginn.
ÚRVAL
HINN MIKLI VONARPENINGUR .... 83
Hún liggur á stjórn-
borðshliðinni og er enn
þokkafull í dauðanum.
Hið hvíta af yfirbygg-
ingunni litast drauga-
grænt í ljósinu, sem berst þarna
niður i gegnum svif og 225 fet af
sjó. Miklar fiskitorfur sveima um-
hverfis brúna eða fylgja bogalín-
um bóganna, þar sem enn getur
að lesa á gullnum plötum: „Andrea
Doria“.
Jafnvel eftir ellefu. ár á botni
Atlantshafsins, 45 mílur suðaustur
af Nantucket Island, liggur hin
fallna drottning ítalskra skipa óviss
enn um framtíðarlegstaðinn. Alltaf
annað veifið hafa verið uppi stór-
kostlegar ráðagerðir til að bjarga
henni eða þeim verðmætum, sem í
henni eru innanborðs, en alltaf til
þessa hefur strandað á tæknileg-
um eða lagalegum vandkvæðum.
Það mátti svo sem búast við því„
eftir því sem á undan var gengið
með Doria, að margvísleg vanda-
mál risu, ef ætti að fara að bjarga
skipinu. Saga Doria var hrakfalla-
saga.
Skipið var byggt í Genúa á Ítalíu
og kostaði sjálf smíði skipsins 29
milljónir dollara en annar búnaður,
húsgögn og skreytingar 2 milljón-
ir dollara. Hún hóf siglingar 1952
og var þá talið að skipið væri mesta
munaðarskip, sem flyti á heims-
höfunum. Almenningsklefarnir
voru klæddir dýrasta harðviði,
silki og glitvefnaði. Leiðandi
ítalskir málarar, myndhöggvarar og
myndskurðarmenn lögðust á eitt
með að gera skipið að fljótandi
ítölsku nútíma listasafni og meðal
listmunanna var bronsstytta í fullri
líkamsstærð af Andrea Doria, mik-
ilsmetnum aðmírál í Genúa á 16.
öld. Ekki átti skipið að geta sokkið
af slysförum, því að í því voru
11 vatnsþétt skilrúm sem áttu að
halda því á floti, hvað sem fyrir
kæmi.
En það var alltaf eitthvert ólán
yfir þessu skipi. Á jómfrúrreisu
þess kastaði risaalda því á hliðina,
svo að það hallaðist um 28 gráðu^
og fór þá allt á tjá og tundur urr
borð og margir farþeganna slös-
uðust.
Örlagastundin var svo undir mið-
nætti þann 25. júlí 1956 og var
skipið þá á leið til New York. Það
var þoka en gott veður að öðru
leyti og sigld full ferð. Farþegar
voru 1134. Um kvöldið voru marg-
ar kveðjuveizlur um borð, því að
þetta var seinasta nóttin í hafi. Kl.
11,20, þegar skipið var statt skammt
undan Nantucket eyju, sem fyrr
segir, brunaði skyndilega út úr
þokunni hið 11 þúsund tonna
sænska úthafsskip Stockholm og
var á austurleið. Það var lagt hart
í borð á báðum skipunum, en kom
fyrir ekki, Stokkholm risti 70 feta
langa rifu eftir stjórnborðssíðunni
á Doria. Innan fárra mínútna byrj-
aði skipið, sem ekki var hægt að
sökkva, að hallast þunglega og
mikið. Kl. 19,09 morguninn eftir
seig Andrea Doria í öldur hafsins
og tók með sér 54 mannslíf.
Science Digest