Úrval - 01.01.1968, Síða 97
DAGUR í LÍFI BÚSKMANNS
95
ast meira en 45 kg. Þeir virðast
alls óskyldir öðrum svertingjum í
Afríku, kunna fremur að vera
komnir af mongólskum hirðingjum,
sem svona langt hafa komizt frá
upprunalegum heimkynnum sín-
um. Þegar börnin fæðast, eru þau
gul, en verða svo rauðbrún á hör-
undslit. Þeir hafa flatt nef eins og
Mongólar, há kinnbein og skásett
augu. Og á hryggnum neðst hafa
þeir lítinn blett, litsterkan, sem
kallast „mongólablettur.“ Þeir tala
undarlegt mál, skella og smella í
góm, og hljómar þetta ekki með
öllu ólíkt kínversku.
Þeir voru áður fyrr dreifðir
um alla Afríku. Síðar meir voru
þeir hraktir af hvítum mönnum
að sunnan og Bantú-svertingjum
að norðan inn í Kalahari-eyðimörk-
ina, sem þá var nálega óbyggileg.
Nú eru þeir fáir orðnir, eitthvað
fimmtán þúsund.
Til þess að setja okkur fyrir sjón-
ir hvernig lífi forfeðra okkar var
háttað, skulum við fylgjast með
Búskmanni, einn dag í lífi hans. Sá
maður, sem til þess er valinn, heitir
Tutei, og hann er ekki nema tutt-
ugu og fimm ára, en hörundið svo
tannað af vindi og brennheitu sól-
skini, að hann sýnist gamall. Eld-
snemma morguns hvern skreiðist
hann úr bæli sínu, sem hann hefur
gert sér úr kvistum og grasi, rúm-
ið hans er dæld í gólfið, en sæng-
urklæðin hey. Þeir eru þar fimm-
tíu og níu saman í hóp, auk kvenna
og barna, og áríðandi að taka dag-
inn snemma, því þegar sól hækk-
ar á lofti, hitnar ákaft, unz komið
er upp í 55 stig C í skugganum.
Þá er ekki nema um tvennt að
velja, að skreiðast í skuggann eða
að stikna, hið fyrra ráðið taka þeir,
felast undir runna eða í dverg-
vöxnu kjarri.
Svo gott er samlyndi með Búsk-
mönnum, að annað eins þekkist
hvergi. Engan yfirmann hafa þeir,
né þurfa að hafa, því hver dreng-
ur er alinn upp við það að taka
sjálfur ákvarðanir. Ágirnd þekkja
þeir ekki, enda óvíða eftir miklu
að slægjast. Matnum skipta þeir í
bróðerni, og þeir mega engu safna,
því það mundi íþyngja þeim á ferð-
um þeirra. Engar erjur þekkjast
meðal þeirra, eða varla neinar, því
vilji einhver sýna yfirgang, eða
barn óþægð, er þessum ófriðar-
seggjum einfaldlega ekki sinnt, og
líður þá ekki á löngu fyrr en þeir
bæta ráð sitt.
Búskmenn verða ekki gamlir,
sjaldan eldri en hálffimmtugir, en
því eldri sem maður er, því meira
er hann virtur sakir reynslu sinn-
ar og þekkingar. En það er lífsskil-
yrði hverjum hópnum fyrir sig, að
meðal þeirra sé enginn sem tefji
þá og seinki ferðum þeirra, og eru
því gamlir menn, sem farnir eru
að stirðna til gangs, skildir eftir
í einhverju kofahreysinu, og látið
hjá þeim vatn og matur, helzt sem
mest, en annars gerist þessi kveðju-
athöfn án viðkvæmni og tára, og
því síður að sá sem eftir er skilinn,
mæli eitt andófs eða styggðaryrði.
Hann veit það vel, að þegar hann
deyr, hverfur hann til tunglsins,
sem er holt innan og hittir þar fyr-
ir forfeður sína og aðra sem á und-
an eru farnir.