Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 97

Úrval - 01.01.1968, Qupperneq 97
DAGUR í LÍFI BÚSKMANNS 95 ast meira en 45 kg. Þeir virðast alls óskyldir öðrum svertingjum í Afríku, kunna fremur að vera komnir af mongólskum hirðingjum, sem svona langt hafa komizt frá upprunalegum heimkynnum sín- um. Þegar börnin fæðast, eru þau gul, en verða svo rauðbrún á hör- undslit. Þeir hafa flatt nef eins og Mongólar, há kinnbein og skásett augu. Og á hryggnum neðst hafa þeir lítinn blett, litsterkan, sem kallast „mongólablettur.“ Þeir tala undarlegt mál, skella og smella í góm, og hljómar þetta ekki með öllu ólíkt kínversku. Þeir voru áður fyrr dreifðir um alla Afríku. Síðar meir voru þeir hraktir af hvítum mönnum að sunnan og Bantú-svertingjum að norðan inn í Kalahari-eyðimörk- ina, sem þá var nálega óbyggileg. Nú eru þeir fáir orðnir, eitthvað fimmtán þúsund. Til þess að setja okkur fyrir sjón- ir hvernig lífi forfeðra okkar var háttað, skulum við fylgjast með Búskmanni, einn dag í lífi hans. Sá maður, sem til þess er valinn, heitir Tutei, og hann er ekki nema tutt- ugu og fimm ára, en hörundið svo tannað af vindi og brennheitu sól- skini, að hann sýnist gamall. Eld- snemma morguns hvern skreiðist hann úr bæli sínu, sem hann hefur gert sér úr kvistum og grasi, rúm- ið hans er dæld í gólfið, en sæng- urklæðin hey. Þeir eru þar fimm- tíu og níu saman í hóp, auk kvenna og barna, og áríðandi að taka dag- inn snemma, því þegar sól hækk- ar á lofti, hitnar ákaft, unz komið er upp í 55 stig C í skugganum. Þá er ekki nema um tvennt að velja, að skreiðast í skuggann eða að stikna, hið fyrra ráðið taka þeir, felast undir runna eða í dverg- vöxnu kjarri. Svo gott er samlyndi með Búsk- mönnum, að annað eins þekkist hvergi. Engan yfirmann hafa þeir, né þurfa að hafa, því hver dreng- ur er alinn upp við það að taka sjálfur ákvarðanir. Ágirnd þekkja þeir ekki, enda óvíða eftir miklu að slægjast. Matnum skipta þeir í bróðerni, og þeir mega engu safna, því það mundi íþyngja þeim á ferð- um þeirra. Engar erjur þekkjast meðal þeirra, eða varla neinar, því vilji einhver sýna yfirgang, eða barn óþægð, er þessum ófriðar- seggjum einfaldlega ekki sinnt, og líður þá ekki á löngu fyrr en þeir bæta ráð sitt. Búskmenn verða ekki gamlir, sjaldan eldri en hálffimmtugir, en því eldri sem maður er, því meira er hann virtur sakir reynslu sinn- ar og þekkingar. En það er lífsskil- yrði hverjum hópnum fyrir sig, að meðal þeirra sé enginn sem tefji þá og seinki ferðum þeirra, og eru því gamlir menn, sem farnir eru að stirðna til gangs, skildir eftir í einhverju kofahreysinu, og látið hjá þeim vatn og matur, helzt sem mest, en annars gerist þessi kveðju- athöfn án viðkvæmni og tára, og því síður að sá sem eftir er skilinn, mæli eitt andófs eða styggðaryrði. Hann veit það vel, að þegar hann deyr, hverfur hann til tunglsins, sem er holt innan og hittir þar fyr- ir forfeður sína og aðra sem á und- an eru farnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.