Úrval - 01.01.1968, Síða 98

Úrval - 01.01.1968, Síða 98
96 ÚRVAL En fram að þessum dapra degi, eru þeir allir, sem ofgamlir eru til að fara á veiðar, síúðrandi við nyt- söm störf, og m.a. við að hjálpa foreldrum að ala upp börnin. Hver stúlkan veit það áður en hún er orð- in tíu ára, hvar vatn er að finna í eyðimörkinni, eða rótarhnýði, og það þó að ekki sé unnt að sjá nein merki þess að ofan. Amma henn- ar kennir henni að sjúga dropa af hinu dýrmæta vatni gegn um holt strá, og spýta í holt skurn af strúts- eggi, grafa svo eggskurnið niður í sandinn til afnota síðar, þegar það sker út um líf og dauða. Þess- ar konur af eldri kynslóðinni, sem orðnar eru skinhoraðar um fertugt, kunna líka að sýna piltunum hvernig farið skuli að því að flétta snörur og slöngur til að veiða í fugla og héra, og smyrja þetta með sætum safa úr trjám, eða gera sér boga úr tré og sinum úr dýrum, og örvar úr reyr. Þegar Tutei vaknar að morgni, sér hann fyrst konu sína. Ekki hef- ur hann kvænst henni vegna fríð- leika hennar auk heldur af ást til hennar, heldur vegna þess hve iðin honum þótti hún vera og vel verki farin. Hann kvæntist henni þegar hún var á barnsaldri, og þá þegar farin að vinna fyrir sér með því að leita að ætilegum jurtum og safna þeim. Hann dáðist að því hve fimlega hún handlék skóflu sína, eða staut- inn sem hún hafði til að grafa með í svörðinn, og mest dáðist hann að því hve mikið hún kom með úr leiðöngrum sínum af villimelónum, fíkjum, gúrkum, kartöflum, berjum. Kona þessi heitir Bhau og hún er álíka rassmikil og aðrar af þessum kynþætti. Tutei heldur að þetta merki góða heilsu. Auk þess er þetta geysihagleg ráðstöfun nátt- úrunnar, því þarna safnast fyrir fita sem grípa má til ef í harð- bakka slær, og sultur ætlar að sverfa að. Bhau hefur litla svuntu og heng- ir á sig skinnpils, og sonur henn- ar, sem orðinn er tveggja ára, sýg- ur hana enn. Stundum ryðst eldri sonurinn, sem er sex ára, að og sýgur það sem hinn torgar ekki. Allar Búskmannakonur hafa börn sín lengi á brjósti. Eldra barn hennar fæddist meðan flokkurinn var á ferðalagi. Þá varð hún eftir af hópnum, ásamt eldri konu, sem átti að skilja á milli, og í skugga af runna nokkrum ól hún barnið. Hin konan skildi á milli með beittu reyrstrái, batt fyrir og bar leir í sárið. Síðan færði hún barnið í fetil, sem bundinn var um hálsinn á móðurinni, og Bhau hélt áfram ferðinni, til þess að verða ekki viðskila við hópinn. Eftir að hafa étið morgunverð, melónu og tvær litlar sandeðlur, tekur Tutei veiðivopn sín og legg- ur á sig. I örvamælinum, sem er úr berki, eru fimm örvar. Afi hans hafði örvarodda úr beini, en Tutei hefur þá úr járnvír, sem hann hef- ur stolið úr limgirðingu hjá ein- hverjum hjarðmanni af flokki Ban- túnegra. Örvaroddarnir eru smurð- ir eitri úr bjöllulirfum, en þetta eitur er seinvirkt, svo að margir dagar geta liðið áður en það vinni á stóru dýri. Tutei efti einu sinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.