Úrval - 01.01.1968, Side 102
100
ÚRVAL
1851, erfði hann nafnbótina, ásamt
miklum auði, löndum og lausum
aurum. Hann átti þó enga sæludaga
í æsku. Faðir hans var skapharður
og kuldalegur við börnin og stund-
um miskunnarlaus við leiguliðana,
en móðirin var hins vegar í sífelld-
um samkvæmum hjá heldra fólk-
inu. Drengurinn var því mjög ein-
mana og átti í rauninni engan vin
nema gömlu barnfóstruna, sem
hafði annazt hann frá því að hann
var reifabarn. Barnfóstran var ein-
föld og ómenntuð sveitakona, en
mjög trúuð. Hún las fyrir hann úr
Biblíunni og kenndi honum að biðja
til guðs. Hún dó meðan hann var
í skóla. En hún arfleiddi hann að
gullúrinu sínu — eina verðmæta
hlutnum, sem hún átti — og þetta
gullúr bar hann, og ekkert annað,
meðan hann lifði. Hann var vanur
að sýna vinum sínum það með
stolti og segja: „Bezti vinurinn, sem
ég hef átt um ævina, gaf mér þetta.“
Sjö ára gamall var hann sendur
í heimavistarskóla, sem hlýtur að
hafa verið slæm stofnun, því að
hann minntist alltaf dvalar sinnar
þar með hryllingi. Eftir fimm ár
var hann sendur til Harrow og
síðan til Oxford, þar sem aðbúðin
var betri og hann stóð sig sæmilega.
Nokkrum árum seinna var hann
kominn á þing, því að kjördæma-
skipunin í Englandi var þannig um
þetta leyti, að lávarðar og aðrir
aðalsmenn máttu heita sjálfkjörn-
ir.
Saftesbury lávarður var íhalds-
maður, en þó alltof sjálfstæður í
skoðunum til þess að geta talizt
góður flokksmaður. Trúmálin voru
honum helgari en allt annað, og
hann skirrðist jafnvel ekki við að
tefla pólitískum hagsmunum sínum
í tvísýnu af þeim sökum.
Jómfrúarræða hans á þingi þótti
léleg, og hann talaði svo lágt, að
blaðamenn kvörtuðu yfir því að
þeir heyrðu ekki til hans. En til-
efnið var síður en svo ómerkilegt,
því að hann var að mæla fyrir
breytingartillögu, sem átti að bæta
meðferð geðsjúklinga í landinu.
Fyrsta barátta hans var því háð til
að bæta hag þess óhamingjusama
fólks, sem verst var farið með um
þær mundir. Hann tók mjög nærri
sér, hve frammistaða hans hafði
verið slæm, en flokksbræður hans
reyndu að hughreysta hann og
sögðu, að honum mundi takast bet-
ur næst. En hann efaðist um að
hann væri á réttri braut, efaðist um
hæfileika sína til að berjast á þess-
um vettvangi fyrir hina fátæku og
smáu. Hví ekki að láta þessi mál
afskiptalaus? Þetta kvöld skrifaði
hann í dagbók sína: „Með guðshjálp
hefur fyrsta tilraun mín beinzt í þá
átt að bæta hag bágstaddra. Megi
mér aukast þrek og þor svo að ég
geti haldið baráttunni áfram!“
Frumvarpið sem Ashley hafði
stutt, varð að lögum, og brátt var
hann skipaður formaður nefndar
þeirrar, sem átti að fjalla um geð-
veikismálin. Hann rækti starf sitt
af mikiili kostgæfni. Oftar en einu
sinni las hann þingheimi hrollvekj-
andi lýsingar á ástandinu á geð-
veikrahælunum. Ein iýsing hans
var á þessa leið:
„í fyrsta salnum, sem við komum
inn í, voru um hundrað og fimm-