Úrval - 01.01.1968, Page 102

Úrval - 01.01.1968, Page 102
100 ÚRVAL 1851, erfði hann nafnbótina, ásamt miklum auði, löndum og lausum aurum. Hann átti þó enga sæludaga í æsku. Faðir hans var skapharður og kuldalegur við börnin og stund- um miskunnarlaus við leiguliðana, en móðirin var hins vegar í sífelld- um samkvæmum hjá heldra fólk- inu. Drengurinn var því mjög ein- mana og átti í rauninni engan vin nema gömlu barnfóstruna, sem hafði annazt hann frá því að hann var reifabarn. Barnfóstran var ein- föld og ómenntuð sveitakona, en mjög trúuð. Hún las fyrir hann úr Biblíunni og kenndi honum að biðja til guðs. Hún dó meðan hann var í skóla. En hún arfleiddi hann að gullúrinu sínu — eina verðmæta hlutnum, sem hún átti — og þetta gullúr bar hann, og ekkert annað, meðan hann lifði. Hann var vanur að sýna vinum sínum það með stolti og segja: „Bezti vinurinn, sem ég hef átt um ævina, gaf mér þetta.“ Sjö ára gamall var hann sendur í heimavistarskóla, sem hlýtur að hafa verið slæm stofnun, því að hann minntist alltaf dvalar sinnar þar með hryllingi. Eftir fimm ár var hann sendur til Harrow og síðan til Oxford, þar sem aðbúðin var betri og hann stóð sig sæmilega. Nokkrum árum seinna var hann kominn á þing, því að kjördæma- skipunin í Englandi var þannig um þetta leyti, að lávarðar og aðrir aðalsmenn máttu heita sjálfkjörn- ir. Saftesbury lávarður var íhalds- maður, en þó alltof sjálfstæður í skoðunum til þess að geta talizt góður flokksmaður. Trúmálin voru honum helgari en allt annað, og hann skirrðist jafnvel ekki við að tefla pólitískum hagsmunum sínum í tvísýnu af þeim sökum. Jómfrúarræða hans á þingi þótti léleg, og hann talaði svo lágt, að blaðamenn kvörtuðu yfir því að þeir heyrðu ekki til hans. En til- efnið var síður en svo ómerkilegt, því að hann var að mæla fyrir breytingartillögu, sem átti að bæta meðferð geðsjúklinga í landinu. Fyrsta barátta hans var því háð til að bæta hag þess óhamingjusama fólks, sem verst var farið með um þær mundir. Hann tók mjög nærri sér, hve frammistaða hans hafði verið slæm, en flokksbræður hans reyndu að hughreysta hann og sögðu, að honum mundi takast bet- ur næst. En hann efaðist um að hann væri á réttri braut, efaðist um hæfileika sína til að berjast á þess- um vettvangi fyrir hina fátæku og smáu. Hví ekki að láta þessi mál afskiptalaus? Þetta kvöld skrifaði hann í dagbók sína: „Með guðshjálp hefur fyrsta tilraun mín beinzt í þá átt að bæta hag bágstaddra. Megi mér aukast þrek og þor svo að ég geti haldið baráttunni áfram!“ Frumvarpið sem Ashley hafði stutt, varð að lögum, og brátt var hann skipaður formaður nefndar þeirrar, sem átti að fjalla um geð- veikismálin. Hann rækti starf sitt af mikiili kostgæfni. Oftar en einu sinni las hann þingheimi hrollvekj- andi lýsingar á ástandinu á geð- veikrahælunum. Ein iýsing hans var á þessa leið: „í fyrsta salnum, sem við komum inn í, voru um hundrað og fimm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.