Úrval - 01.01.1968, Page 113

Úrval - 01.01.1968, Page 113
ENESARKVIÐA VERGILS 111 vart hvernig komið sé, og er þarna enn hliðstæða Hómersfrásagnarinn- ar, þegar Diomedes fer álíka ferð til að njósna um óvinina. Nisus og Euryales nást báðir og eru drepn- ir og næsta dag endurtekur Turnus enn hinar heiptarlegu árásir sínar, brýtur niður virkisveggi en er samt hrakinn til baka og má hrósa happi að missa ekki lífið sjálfur. Ólympsguðirnir telja nú orðið tímabært að halda ráðstefnu um þetta stríð. Eftir orrahríð milli þeirra Juno og Venusar, en frá því segir í Tíundu bókinni, tekur Júpi- ter af skarið og segir að úrslit orr- ustunnar verði að vera á valdi ör- laganna. Á leið sinni til baka til félaga sinna, fer Eneus í broddi fylking- ar Etruciuhers og kemur í tæka tíð til að frelsa hina aðþrengdu Tróju- menn. Rutulimenn bíða ósigur eft- ir harða orrustu, en Pallas, sonur Evanders, sem þátt tók í orrustunni með Eneusi er drepinn af Turnusi. í Elleftu bókinni segir frá vopna- hléi, sem gert var til að grafa hina dauðu. Eneus býðst til að heyja ein- vígi við Turnus og láta það ráða úrslitum, en óvinir hans taka held- ur þann kostinn að hefja árásir á ný og enn reynast Eneus og hans menn sigursælir. í Tólftu bókinni hefst frásögn af öðru vopnahléi og þeirri ákvörð- unar Turnusar að taka tilboði Eneusar um einvígi. Amata drottn- ing er algerlega andvíg einvíginu og systir Turnusar telur Rutuli- menn á að rjúfa vopnahléð og er Eneus þá særður sviksamlega með ör en Venus hjálpar lækni hans til að græða sárið. Eneus gengur aft- ur til orrustunnar og hann og fé- lagar hans tvístra Latverjum. Amata drottning sviptir sig lífi og Turnus neyðist loks til að standa augliti til auglitis við Eneus og heyja við hann einvígi. Guðirnir blanda sér mjög í þetta einvígi, en að lokum liggur Turnus óvígur. Hann biður sér vægðar, en þegar Eneusi verður ljóst að andstæð- ingur hans er girtur belti Pallasar til minja um fall hans, þá bindur hann endi á líf hans. Þannig endar kviðan og enda þótt megin efni hennar séu ævin- týri Eneusar, þá er ívafið gylltar framtíðarvonir Rómverja og ham- ingja júlíanska hússins, en einn af því húsi var Ágústus. Ætt Cæsars er rakin til Eneusar og er það held- ur smjaðurslega gert og ferð Eneus- ar til hirðar Dido, drottningar þeirrar borgar, sem síðar varð Karþago, gefur ótvírætt í skyn, þá misklíð, sem síðar reis milli Róm- verja og Karþagomanna með loka- sigri hins framúrskarandi róm- verska kynþáttar. Það verður ekki hjá því komizt að bera saman Vergil og hina grísku hliðstæður hans, Hómer, enda þótt háskólamönnum, sem eru aðdáendur hins latneska skálds finnist sá samanburður leiðinlegur. Þeir benda á, að Hómer hafi sam- ið fyrir áheyrendur sem þekktu söguljóðið aðeins í stórum drátt- um og ljóð hans átti að flytja en ekki lesa. Það er einnig rétt að það þjóðfélag, sem Hómer lifði í var tiltölulega einfalt að gerð og tign- armenn þar ekki ósvipaðir ensk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.