Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 16

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL inu og skýra sér þar frá sambúðar- vandamálum sínum. Þar lýsir hann vandamálum þeirra í smáatriðum og hefst svo handa við að koma á sættum og tryggja að nýju „ástir samlyndra hjóna“. Eitt sinn hund- skammaði hann þannig í sjónvarps- þætti einum tengdamömmuskass eitt, sem kennt var um yfirvofandi hjónaskilnað. Hann dró ekki af sér og baðaði út öllum öngum. Öðru sinni skammaði hann einn verk- fræðing stjórnarinnar fyrir að hafa svikið loforð um að giftast vinkonu sinni, sem var þunguð af hans völd- um. Þótt Bourguiba sé ekki hár í loft- inu, þ. e. aðeins 5 fet og 7 þuml- ungar, er hann samt yfirliðþjálfi þjóðar sinnar. Ekkert vekur í eins ríkum mæli reiði hans og að sjá druslulegan Túnisbúa. Á opinber- um fundi sagði hann eitt sinn við einn áheyrenda: „Láttu klippa þig, maður. Þú lítur út eins og tatari." Þótt stjórn Bourguibas sé ef til vill óþarflega persónuleg og hann reyni ekki alltaf að hlífa tilfinning- um annarra, þá hefur hún reynzt furðulega árangursrík. -— Á 13 ára sjálfstæðisferli Túnis hefur hann breytt niðurníddu ríki og áhuga- lausri þjóð svo mjög, að nú má segja, að Túnisbúar séu prýðilegt dæmi um nýfrjálsa þjóð, sem tek- izt hefur að hefja sig upp úr eymd- inni með eigin átaki. Hann hefur veitt þjóðinni, sem telur 4.700.000 manns, sterka, stöðuga og heiðar- lega ríkisstjórn á sama tíma og margar þjóðir hafa sokkið í kvik- syndi sundurlyndis og spillingar. Hann hefur blásið þjóð sinni í brjóst furðulega miklu þjóðarstolti og sjálfsvirðingu og áhuga á að byggja upp efnahag og menningu landsins, þ. e. skapa sterkt þjóðfé- lag. Túnis er lítið land, aðeins 63,378 fermílur að stærð. Það er eins og fleinn á milli Alsír og Líbyu á norðurströnd Afríku. Það er nokk- urn veginn nóg vatn í norðurhér- uðunum. Þar eru hveitiakrar og olífulundir. En í suðri breytist land- ið og verður sífellt þurrlendara, þar til það rennur saman við Sahara- eyðimörkina. Menning landsbúa er arabisk, þótt hér sé um Afríkuríki að ræða. Og rödd Bourguiba hefur orðið rödd hinnar „almennu skyn- semi“ í stjórnmálum þessara tveggja heima, þar sem allt ólgar og sýður og rökvísin má sín oft lítils. Hann gefur þjóð sinni sí og æ þetta ráð: „Eina vonin um bjarta framtíð er fólgin í starfi, miklu, erfiðu starfi. Orðin ein fá ekki breytt lífsskilyrðum þjóða.“ Bourguiba er á þeirri skoðun, að nýfrjálsar þjóðir ættu ekki að eyða orku í þátttöku í valdaátökum al- þjóðlegra stjórnmála. Mörg Araba- ríki halda uppi dýrum herjum, sem ráða í rauninni yfir stjórn lands- ins. Bourguiba hefur aðeins komið sér upp litlum 20.000 manna her og hann hefur takmarkað hernaðarút- gjöld við 10% af þjóðartekjunum. Hann kýs heldur að festa fé í menntun þjóðarinnar, og hefur hon- um orðið svo mikið ágengt í því efni, að nú sækja 76% allra skóla- skyldra barna skóla, en þegar land- ið hlaut sjálfstæði, var sú tala að- eins 30%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.