Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 16
14
ÚRVAL
inu og skýra sér þar frá sambúðar-
vandamálum sínum. Þar lýsir hann
vandamálum þeirra í smáatriðum
og hefst svo handa við að koma á
sættum og tryggja að nýju „ástir
samlyndra hjóna“. Eitt sinn hund-
skammaði hann þannig í sjónvarps-
þætti einum tengdamömmuskass
eitt, sem kennt var um yfirvofandi
hjónaskilnað. Hann dró ekki af sér
og baðaði út öllum öngum. Öðru
sinni skammaði hann einn verk-
fræðing stjórnarinnar fyrir að hafa
svikið loforð um að giftast vinkonu
sinni, sem var þunguð af hans völd-
um.
Þótt Bourguiba sé ekki hár í loft-
inu, þ. e. aðeins 5 fet og 7 þuml-
ungar, er hann samt yfirliðþjálfi
þjóðar sinnar. Ekkert vekur í eins
ríkum mæli reiði hans og að sjá
druslulegan Túnisbúa. Á opinber-
um fundi sagði hann eitt sinn við
einn áheyrenda: „Láttu klippa þig,
maður. Þú lítur út eins og tatari."
Þótt stjórn Bourguibas sé ef til
vill óþarflega persónuleg og hann
reyni ekki alltaf að hlífa tilfinning-
um annarra, þá hefur hún reynzt
furðulega árangursrík. -— Á 13 ára
sjálfstæðisferli Túnis hefur hann
breytt niðurníddu ríki og áhuga-
lausri þjóð svo mjög, að nú má
segja, að Túnisbúar séu prýðilegt
dæmi um nýfrjálsa þjóð, sem tek-
izt hefur að hefja sig upp úr eymd-
inni með eigin átaki. Hann hefur
veitt þjóðinni, sem telur 4.700.000
manns, sterka, stöðuga og heiðar-
lega ríkisstjórn á sama tíma og
margar þjóðir hafa sokkið í kvik-
syndi sundurlyndis og spillingar.
Hann hefur blásið þjóð sinni í
brjóst furðulega miklu þjóðarstolti
og sjálfsvirðingu og áhuga á að
byggja upp efnahag og menningu
landsins, þ. e. skapa sterkt þjóðfé-
lag.
Túnis er lítið land, aðeins 63,378
fermílur að stærð. Það er eins og
fleinn á milli Alsír og Líbyu á
norðurströnd Afríku. Það er nokk-
urn veginn nóg vatn í norðurhér-
uðunum. Þar eru hveitiakrar og
olífulundir. En í suðri breytist land-
ið og verður sífellt þurrlendara, þar
til það rennur saman við Sahara-
eyðimörkina. Menning landsbúa er
arabisk, þótt hér sé um Afríkuríki
að ræða. Og rödd Bourguiba hefur
orðið rödd hinnar „almennu skyn-
semi“ í stjórnmálum þessara
tveggja heima, þar sem allt ólgar
og sýður og rökvísin má sín oft
lítils. Hann gefur þjóð sinni sí og
æ þetta ráð: „Eina vonin um bjarta
framtíð er fólgin í starfi, miklu,
erfiðu starfi. Orðin ein fá ekki
breytt lífsskilyrðum þjóða.“
Bourguiba er á þeirri skoðun, að
nýfrjálsar þjóðir ættu ekki að eyða
orku í þátttöku í valdaátökum al-
þjóðlegra stjórnmála. Mörg Araba-
ríki halda uppi dýrum herjum, sem
ráða í rauninni yfir stjórn lands-
ins. Bourguiba hefur aðeins komið
sér upp litlum 20.000 manna her og
hann hefur takmarkað hernaðarút-
gjöld við 10% af þjóðartekjunum.
Hann kýs heldur að festa fé í
menntun þjóðarinnar, og hefur hon-
um orðið svo mikið ágengt í því
efni, að nú sækja 76% allra skóla-
skyldra barna skóla, en þegar land-
ið hlaut sjálfstæði, var sú tala að-
eins 30%.