Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 97

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 97
BARNI LINDBERGS RÆNT 95 hvöss andmæli gegn Wilentz, sem eins og hann sagði, „hafði höfðað til tilfinninga kviðdómendanna.“ Réttarformaðurinn, Thomas W. Trenchard dómari, sem var roskinn maður að aldri, hafði á sínum tutt- ugu og átta ára embættisferli aldr- ei fjallað um morðmál. En samt var hann ekki lengi að segja: „And- mælunum er vísað frá.“ Wilentz lýsti nú glögglega her- bergjaskipun í húsi Lindbergs og kallaði síðan Önnu Lindberg í vitnastúkuna. Það sló á dauðaþögn í réttarsaln- um meðan hún var látin sverja eið. Glögglega mátti sjá, að hún var föl í andliti og a(ð hendurnar voru óstyrkar. Wilentz bað hana að segja frá kvöldinu, þegar barnsránið átti sér stað, og vera ekkert að flýta sér. Meðal annars lýsti hún drengn- um. Hann hafði verið ljóshærður og bláeygður, sagði hún. „Var hárið liðað eða hrokkið?“ spurði Wilentz. Frú Lindberg drúpti höfði og kreppti hnefana fast og svaraði svo naumast heyrðist: „Já, það var lið- að.“ Þessu næst lagði Wilentz fram ýmis barnaföt: flauelsnáttskyrtu, litla ullartreyju og náttslopp. Anna tók upp þessar flíkur hverja eftir aðra og staðfesti, að þær væru af drengnum hennar. Þeir sem næstir henni stóðu, bjugg- ust við, að hún mundi þá og þegar missa stjórn á sér og bresta í grát. En af því varð ekki. Þá er Wilentz saksóknari sleit þessari yfirheyrslu, stóð Reilly upp á ný og mælti: „Málsvörnin telur óþarft að opinbera sorg frú Lind- bergs með yfirheyrslum.“ LINDBERG í VITNASTÚKUNNI Næsta vitni ákæruvaldsins, Char- les Lindberg, gekk til vitnastúk- unnar löngum en eilítið stirðum skrefum. Þessi unga þjóðarhetja sýndi glöggt sjálfsöryggi sitt, er hann svaraði fyrstu spurningunni, skýrri, stillilegri röddu. Á öðrum degi málaferlanna spurði Wilentz Lindberg um kvöld- ið, þegar lausnarféð skyldi greið- ast og hann beið í vagni sínum ná- lægt St. Raymond-kirkjugarðinum, meðan Condon gekk til móts við fjárkúgarann, sem nefndi sig John. „Ég heyrði rödd kalla á doktor Condon innan úr kirkjugarðinum,“ sagði Lindberg. „Og hvaða orð voru sögð?“ spurði Wilentz. „Hæ, doktor!“ með útlenzkum hreimi." „Hafið þér heyrt þessa sömu rödd eftir þetta?“ „Já, það hef ég,“ svaraði Lind- berg og vitnaði til heimsóknar til lögreglustöðvarinnar skömmu eftir handtöku Hauptmanns. Lindberg hafði staðið þar sem Hauptmann sá ekki til hans og hlustað meðan fanginn endurtók hvað eftir annað orðin „Hæ, doktor“. „Hvers rödd var það?“ spurði Wilentz. „Það var rödd Hauptmanns,11 svaraði Lindberg hiklaust. Og nú leit hann til fangans í fyrsta sinn eftir að réttarhöldin byrjuðu. Nokkrir viðstaddir tóku eftir, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.