Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
ákæru á hendur Hauptmann. Kerfi
réttarmálanna fór í gang, og hinn
19. október, mánuði eftir að Haupt-
mann var tekinn fastur, var ekið
með hann til litla fangelsisins bak
við dómhúsið í Flemington. En
Flemington var höfuðborg fylkisins,
þar sem morðið hafði verið framið.
í þessari borg skyldu átökin um
líf Hauptmanns eiga sér stað.
Nálega eitt þúsund manns hafði
safnazt saman til að vera vitni að
komu hans til staðarins, en það var
aðeins forsmekkurinn. Dagana áð-
ur en réttarhöldin hófust fékk eina
hótel borgarinnar yfir 900 beiðnir
um herbergi. Þrjú hundruð fregn-
ritarar og útvarpsmenn voru á leið-
inni. Mörg húsmóðirin í borginni
hraðaði sér að gera gestaherbergið
í stand, og innan skamms voru öll
tiltæk herbergi útleigð í Fleming-
ton, og þeir síðbúnustu urðu að láta
sér nægja að dvelja í Trenton, sem
var í þrjátíu kílómetra fjarlægð.
Á þaki hvíts dómhússins and-
spænis hótelinu unnu tæknimenn
að því að tengja ýmsar leiðslur og
koma þannig fregnriturunum í fjar-
skiptasamband við umheiminn. Til-
standið var mikið, enda lögð ærin
áherzla á að koma sem mestum
fréttum sem víðast. Allir voru sam-
mála um, að atburðirnir, sem væru
að hefjast, gætu kallast „Málaferli
aldarinnar".
En hvers konar persóna var hann,
maðurinn, sem öllu þessu uppnámi
olli? Rannsóknarmönnunum hafði
nú tekizt að safna saman ýmsum
brotum um hann og gátu dregið
upp alltæmandi mynd af fortíð
hans. Meðal annars hafði komið í
Ijós, að Richard Hauptmann hafði
lent í árekstrum við lögin oftar en
einu sinni áður en hann flutti til
Bandaríkjanna.
HIN MYRKA FORTÍÐ
HAUPTMANNS
Þegar Bruno Richard Hauptmann
sneri heim frá stríðinu um jólaleyt-
ið 1918, voru erfiðir tímar, — hvort
sem var í Kamenz, litla heimabæn-
um hans, ellegar Þýzkalandi öllu.
Enga atvinnu var að fá, lítið um
matvæli og framtíðarhorfurnar
ekki góðar. Enda þótt Richard væri
aðeins nítján ára að aldri, hafði
hann um tveggja ára skeið verið
mikilvæg vélbyssuskytta í úrvals-
hersveit. En nú var ekki lengur
þörf fyrir hæfileika hans, það fann
hann glöggt, og hann ákvað að taka
til sinna ráða.
I marzmánuði 1919 framdi Haupt-
mann fjögur rán. í fyrsta sinnið
reisti hann stiga upp við hús bæj-
arstjórans og klifraði inn um glugga
á annarri hæð. Seinna rændi hann
ásamt félaga sínum tvær húsmæð-
ur, sem óku skömmtunarvörum frá
matvörubúð í barnavögnum.
Skömmu eftir þetta var Haupt-
mann tekinn hcndum og dæmdur í
fjögurra ára fangelsi. Árið 1923 var
hann látinn laus, og móðir hans
gladdist við að fá hann heim, þrátt
fyrir skömmina, sem hann hafði
bakað þeim. En í júnímánuði sama
ár var hann handtekinn á ný, er
hann reyndi að selja stolnar vörur.
Tveim dögum seinna tókst honum
að strjúka burt, og kvaddi hann
bæinn sinn allhressilega: Morgun-
inn eftir flóttann fann lögreglan í