Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 92

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 92
90 ÚRVAL ákæru á hendur Hauptmann. Kerfi réttarmálanna fór í gang, og hinn 19. október, mánuði eftir að Haupt- mann var tekinn fastur, var ekið með hann til litla fangelsisins bak við dómhúsið í Flemington. En Flemington var höfuðborg fylkisins, þar sem morðið hafði verið framið. í þessari borg skyldu átökin um líf Hauptmanns eiga sér stað. Nálega eitt þúsund manns hafði safnazt saman til að vera vitni að komu hans til staðarins, en það var aðeins forsmekkurinn. Dagana áð- ur en réttarhöldin hófust fékk eina hótel borgarinnar yfir 900 beiðnir um herbergi. Þrjú hundruð fregn- ritarar og útvarpsmenn voru á leið- inni. Mörg húsmóðirin í borginni hraðaði sér að gera gestaherbergið í stand, og innan skamms voru öll tiltæk herbergi útleigð í Fleming- ton, og þeir síðbúnustu urðu að láta sér nægja að dvelja í Trenton, sem var í þrjátíu kílómetra fjarlægð. Á þaki hvíts dómhússins and- spænis hótelinu unnu tæknimenn að því að tengja ýmsar leiðslur og koma þannig fregnriturunum í fjar- skiptasamband við umheiminn. Til- standið var mikið, enda lögð ærin áherzla á að koma sem mestum fréttum sem víðast. Allir voru sam- mála um, að atburðirnir, sem væru að hefjast, gætu kallast „Málaferli aldarinnar". En hvers konar persóna var hann, maðurinn, sem öllu þessu uppnámi olli? Rannsóknarmönnunum hafði nú tekizt að safna saman ýmsum brotum um hann og gátu dregið upp alltæmandi mynd af fortíð hans. Meðal annars hafði komið í Ijós, að Richard Hauptmann hafði lent í árekstrum við lögin oftar en einu sinni áður en hann flutti til Bandaríkjanna. HIN MYRKA FORTÍÐ HAUPTMANNS Þegar Bruno Richard Hauptmann sneri heim frá stríðinu um jólaleyt- ið 1918, voru erfiðir tímar, — hvort sem var í Kamenz, litla heimabæn- um hans, ellegar Þýzkalandi öllu. Enga atvinnu var að fá, lítið um matvæli og framtíðarhorfurnar ekki góðar. Enda þótt Richard væri aðeins nítján ára að aldri, hafði hann um tveggja ára skeið verið mikilvæg vélbyssuskytta í úrvals- hersveit. En nú var ekki lengur þörf fyrir hæfileika hans, það fann hann glöggt, og hann ákvað að taka til sinna ráða. I marzmánuði 1919 framdi Haupt- mann fjögur rán. í fyrsta sinnið reisti hann stiga upp við hús bæj- arstjórans og klifraði inn um glugga á annarri hæð. Seinna rændi hann ásamt félaga sínum tvær húsmæð- ur, sem óku skömmtunarvörum frá matvörubúð í barnavögnum. Skömmu eftir þetta var Haupt- mann tekinn hcndum og dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Árið 1923 var hann látinn laus, og móðir hans gladdist við að fá hann heim, þrátt fyrir skömmina, sem hann hafði bakað þeim. En í júnímánuði sama ár var hann handtekinn á ný, er hann reyndi að selja stolnar vörur. Tveim dögum seinna tókst honum að strjúka burt, og kvaddi hann bæinn sinn allhressilega: Morgun- inn eftir flóttann fann lögreglan í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.