Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 86
84
ÚRVAL
Kj allaravörður er virðuleg staða
innan þjónastéttarinnar í Englandi,
en er nú óðum að leggjast niður.
Einn hinna frægari kj allaravarða er
Tivendale nokkur. Hann hefur
nefnilega fundið upp aðferð til að
auka tekjur sínar mjög. Hún er fólg-
in í því, að þegar hann sækir um
nýja stöðu, krefst hann þess að fá
mánaðarlaun fyrirfram. Þegar hann
ber svo fram matinn í fyrsta skipti,
gætir hann þess vandlega að hella
niður, annaðhvort á borðdúkinn eða
einhvern af gestunum. Venjulega er
hann rekinn strax og auðvitað hefur
hann þá mánaðarlaunin með sér.
Samkvæmt enskum blöðum hefur
hann á tveimur árum verið í 200
stöðum og alls staðar fengið, greitt
fyrirfram. Nú hafa menn varað við
honum, en fólk það, sem hefur ráðið
þennan mann, hefur ekki kært hann
fyrir lögreglunni af ótta við, að það
væri gert gys að því fyrir bragðið.
fsraelskur málari að nafni Mic-
hael Osterweil hefur fundið upp ráð,
sem hann heldur að stuðli að því, að
málverk hans seljist betur og verði
keypt af almenningi. Michael býr í
London og hann fékk leyfi til að
hengja upp málverk sín á almenn-
ingsþvottahúsum. Hann heldur því
fram, að húsmæður hljóti einhvern-
tíma að líta upp frá sjóðandi þvotta-
vélunum eða upp úr mánaðarrit-
unum, sem þær lesa, á meðan
kraumar í vélunum, og geti þá dáðst
að listinni. Og ef til vill munu þær
fá eiginmanninn með sér þarna inn
áður en lokað er til að kaupa mál-
verk, auðvitað með lágum afborg-
unum.
Listamaðurinn hefur þegar selt
nokkrar myndir á þennan hátt og
álítur, að þarna vinni listin hug al-
þýðunnar með tímanum.
Um þessar
mundir
vinna
nokkrir lög-
fræðingar
að því í
Egyptalandi
að semja lög
um klæðnað
kvenfólks
og er sérstaklega verið að koma í
veg fyrir, að blessað kvenfólkið
gangi í kjólum, sem eru of flegnir í
hálsinn. Það eru þingmenn, sem
kröfðust þess, að lög af þessu tagi
yrðu sett á til að bæta siðferðið í
landinu. í Ohio í Bandaríkjunum
stóð eitt sinn til að setja svipuð lög.
Þá gerði kvenfólkið sér lítið fyrir og
fór í kröfugöngu að þinghúsinu og
krafðist þess til endurgjalds, að sett
yrðu lög, sem bönnuðu karlmönn-
um að ganga fúlskeggjaðir og — ef
þeir væru sköllóttir — að ganga
með hárkollur. Þingheimur sá þá
sitt óvænna og ekkert varð úr laga-
setningunni.