Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 115
&ARNI LINDBERGS RÆNT
birta ýfirlýsingu um dóhisúrskurð-
■ inn.
Formaðurinn, Charles Walton,
dró samaribrotna pappírsörk upp úr
vasanum. Hendur hans titruðu, og
hann las slitróttri röddu: „Við
• kýiðdómendurnir, dæmum hinn
ákærða sekan um morð að yfir-
lögðu ráði.“
Þar sem ekki lá fyrir nein beiðni
um náðun, fólst dauðadómur í úr-
skurðinum.
Einn viðstaddra hljóp út úr rétt-
arsalnum og kallaði út um glugga,
sem að götunni sneri: „Sekur! —
Dauðadæmdur!“ Frá fólksmergð-
inni fyrir utan barst fagnaðaróp.
Hauptmann stóð þögull og ein-
blíndi á Trenchard dómara meðan
hann tilkynnti dóminn, sem ákvað
tímann til aftökunnar vikuna eftir
18. marz 1935. Að svo búnu fylgdu
lögregluþjónarnir Hauptmann út úr
salnum. Eftirvænting fólksins var
á enda, og hópurinn fyrir utan
þynntist.
Þegar tíðindin um dóminn yfir
Háúptmann breiddust út um víða
veröld, var brugðizt misjafnlega
við, enda þótt flestir væru á sama
máli. Dómurinn tryggir réttarör-
yggi landsmanna, sögðu sumir, en
öðrum sýndist dómurinn of strang-
ur, þar sem fullnaðarsönnun vant-
aði fyrir sekt Hauptmanns.
Málfærslumenn Hauptmanns
duttu fljótlega niður á áhrifamikið
úrræði til að afla fjár til áfrýjunar
dóminum og vekja um leið almenna
samúð í garð hins dæmda. Hinn 27.
febrúar, um tveim vikum eftir að
dómurinn féll, stóð Anna Haupt-
113
mann á leiksviði fyrir framan stór-
an saí í Yorksville, en sá bær var
miðstöð þýzkættaðra mánna í New
York-fylki. Önnu var vel fagnað af
hálfu þriðja þúsundi manna, sem
þarna voru saman komnir. Þegar
Reilly kynnti hana, bætti hann við,
að nærvera Lindbergs ofursta hefði
haft sín áhrif á kviðdómendurna
Hauptrnann í óhag. Er nafn Lind-
bergs var nefnt, kvað við fyrirlitn-
ingarblístur og fótastapp, en lófa-
tak glumdi við, er Hauptmann var
nefndur.
Eftir þetta hélt Anna tölu á
þýzku, þar sem hún bað um að-
stoð í baráttu sinni við að bjarga
lífi manns síns. í peningum söfnuð-
ust þarna 13 hundrjuð dalir, og i
næstu viku áskotnaðist henni enn
meira fé, er hún talaði í New York
og Bronx.
Hauptmann komst að því, að
einnig hann hafði aðstöðu til að
næla sér í peninga, með því ein-
faldlega að rita nafn sitt fyrir rit-
handarsafnara. Það tóku að berast
bréf til hans í fangelsið með pen-
ingaávísunum, sem ráunar hljóðuðu
flestar upp á einn dal.
I júnílok var áfrýjunin tekin til
meðferðar í New Jersey, og
snemma um haustið kváðu dómar-
arnir fjórtán upp samhljóma dóm:
Sannanirnar bentu svo ákveðið til,
að Hauptmann væri sekur, að ekki
væri ástæða til að draga sekt hans
í efa. Dóminum bar því að fram-
fylgja.
LfNDBERGS-HJÓNIN GERÐ
LANDFLÓTTA
Eftir að mesti gauragangurinn