Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 84
82
þessu sviði, sem varð honum mjog
mikilsverð vegna vísindaskáldsagna-
gerðar hans, en hann hafði fengizt
við slíkar ritsmíðar allt frá því á
fyrstu unglingsárunum. Það tók
hann ekki langan tíma að skapa sér
nafn á þessu sviði. Og þegar árið
1950 var fyrsta bók hans gefin út,
en hún bar heitið „Interplanetary
flight“ (Flug til stjarnanna). Síðan
hefur streymt úr penna hans furðu-
iega hraður straumur af vísindaleg-
um greinum, ætluðum almenningi,
og vísindaskáldsögum. Og nú er
hann sjálfsagt bæði þekktasti og
tekj uhæsti vísindaskáldsagahöfund-
urinn í heimnum.
HVALARÆKT
Clarke hefur geysimiklar tekjur,
en samt lifir hann engu óhófslífi.
Hann býr í glæsilegu hverfi í Col-
ombo, höfuðborg Ceylon. Þar býr
hann einn, því að hann er fráskilinn
og á engin börn. Hann er hirðuleys-
islegur í klæðabruði, reykir ekki,
snertir sjaldan áfengi og hefur eng-
an áhuga á mat.
í bókum sínum þeysist hann um
geiminn, en í veruleikanum fer hann
niður í hafdjúpin í ævintýraleit.
Hann hefur eytt næstum heilu ári
ásamt einum vini sínum, fyrrver-
andi fallhlífarhermanni í brezka
hernum, til þess að rannsaka Stóra-
rif, risavaxna kóralrifið, sem er
undan austurströnd Astralíu. Það
fyrirtæki varð honum dýrt, því að
hann sprengdi aðra hljóðhimnuna í
köfun. En það hefur samt alls ekki
orðið til þess að draga úr geysileg-
um áhuga hans á froskköfun. Hann
er sannfærður um, að auðæfi fæðu
ÚRVAL
og málma hafsins muni verða nýtt í
stöðugt ríkari mæli í framtíðinni.
Og í skáldsögu sinni, „Höfrunga-
eyja“, lætur hann menn rækta hvali
líkt og bændur rækta kvikfé. Hann
lætur þá nota tamda háhyrninga
sem „smalahunda“!
Árið 1964 var Clarke kallaður úr
kyrrð hafdjúpanna upp í órólegri
heim. Einum af hrifnum lesendum
hans, kvikmyndaleikstjóranum
Stanley Kubrick, tókst að fá hann
til samstarfs með sér við töku kvik-
myndarinnar „Geimferðin árið,
2001“. Kvikmynd þessi varð geysi-
lega vinsæl, en hugmyndin var úr
einum af smásögum Clarkes (sem
hann „prónaði“ síðan við og breytti
í skáldsögu, sem, mikið hefur verið
lesin). Kubrick réð hvorki meira né
minna en 36 skreytingartæknifræð-
inga (af 12 mismunandi þjóðernum)
til samstarfs við að koma á filmu
furðusýnum Clarkes um geimferðir
framtíðarinnar. Kvikmyndatakan
var svo flókið fyrirtæki, að hann
varð að setja á laggirnar „herfor-
ingjaráð“, skipað 4 mönnum, til þess
að samræma störf heils hers sam-
starfsmanna, sem voru 106 talsins.
Árangurinn af allri þessari fyrir-
höfn varð svo kvikmynd, sem er ein
áhrifamesta og stórkostlegasta kvik-
mynd, sem nokkru sinni hefur verið
tekin, og er það vegna hinnar stór-
kostlegu tækni og furðulegu mynd-
áhrifa hennar.
Kvikmyndatakan tók 4 ár, og svo
sneri Clarke aftur til sinnar fyrri
tilveru sífellds annríkis. Nú sem
stendur vinnur hann að flokki
heimildarkvikmynda fyrir sjón-
varpið. Hann er hættur að skrifa