Úrval - 01.10.1969, Side 84

Úrval - 01.10.1969, Side 84
82 þessu sviði, sem varð honum mjog mikilsverð vegna vísindaskáldsagna- gerðar hans, en hann hafði fengizt við slíkar ritsmíðar allt frá því á fyrstu unglingsárunum. Það tók hann ekki langan tíma að skapa sér nafn á þessu sviði. Og þegar árið 1950 var fyrsta bók hans gefin út, en hún bar heitið „Interplanetary flight“ (Flug til stjarnanna). Síðan hefur streymt úr penna hans furðu- iega hraður straumur af vísindaleg- um greinum, ætluðum almenningi, og vísindaskáldsögum. Og nú er hann sjálfsagt bæði þekktasti og tekj uhæsti vísindaskáldsagahöfund- urinn í heimnum. HVALARÆKT Clarke hefur geysimiklar tekjur, en samt lifir hann engu óhófslífi. Hann býr í glæsilegu hverfi í Col- ombo, höfuðborg Ceylon. Þar býr hann einn, því að hann er fráskilinn og á engin börn. Hann er hirðuleys- islegur í klæðabruði, reykir ekki, snertir sjaldan áfengi og hefur eng- an áhuga á mat. í bókum sínum þeysist hann um geiminn, en í veruleikanum fer hann niður í hafdjúpin í ævintýraleit. Hann hefur eytt næstum heilu ári ásamt einum vini sínum, fyrrver- andi fallhlífarhermanni í brezka hernum, til þess að rannsaka Stóra- rif, risavaxna kóralrifið, sem er undan austurströnd Astralíu. Það fyrirtæki varð honum dýrt, því að hann sprengdi aðra hljóðhimnuna í köfun. En það hefur samt alls ekki orðið til þess að draga úr geysileg- um áhuga hans á froskköfun. Hann er sannfærður um, að auðæfi fæðu ÚRVAL og málma hafsins muni verða nýtt í stöðugt ríkari mæli í framtíðinni. Og í skáldsögu sinni, „Höfrunga- eyja“, lætur hann menn rækta hvali líkt og bændur rækta kvikfé. Hann lætur þá nota tamda háhyrninga sem „smalahunda“! Árið 1964 var Clarke kallaður úr kyrrð hafdjúpanna upp í órólegri heim. Einum af hrifnum lesendum hans, kvikmyndaleikstjóranum Stanley Kubrick, tókst að fá hann til samstarfs með sér við töku kvik- myndarinnar „Geimferðin árið, 2001“. Kvikmynd þessi varð geysi- lega vinsæl, en hugmyndin var úr einum af smásögum Clarkes (sem hann „prónaði“ síðan við og breytti í skáldsögu, sem, mikið hefur verið lesin). Kubrick réð hvorki meira né minna en 36 skreytingartæknifræð- inga (af 12 mismunandi þjóðernum) til samstarfs við að koma á filmu furðusýnum Clarkes um geimferðir framtíðarinnar. Kvikmyndatakan var svo flókið fyrirtæki, að hann varð að setja á laggirnar „herfor- ingjaráð“, skipað 4 mönnum, til þess að samræma störf heils hers sam- starfsmanna, sem voru 106 talsins. Árangurinn af allri þessari fyrir- höfn varð svo kvikmynd, sem er ein áhrifamesta og stórkostlegasta kvik- mynd, sem nokkru sinni hefur verið tekin, og er það vegna hinnar stór- kostlegu tækni og furðulegu mynd- áhrifa hennar. Kvikmyndatakan tók 4 ár, og svo sneri Clarke aftur til sinnar fyrri tilveru sífellds annríkis. Nú sem stendur vinnur hann að flokki heimildarkvikmynda fyrir sjón- varpið. Hann er hættur að skrifa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.