Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 121
119
Ilér segir frá ástum
tónskáldsins Richards Wagners,
og viðburðaríku
og stormasömu einkalífi þess.
Hjarta þitt
hefur frelsað
mig
Eftir R. STERN
nga tónskáldið, Richard
Wagner, hafði ákveð-
ið að hafna boði um
hlj óms veitar st j ór a.
stöðu hjá Magdeburg-
leikhúsinu, en leikflokkur þess lék
þetta sumar í Lauchtsaedt. En þrátt
fyrir þessa ákvörðun áleit hann það
kurteisisskyldu að dvelja nokkrar
nætur í borginni. Þegar hann kom
til gistihúss þess, þar sem honum
hafði verið útveguð gisting, hitti
hann unga konu, sem var svo fal-
leg og töfrandi, að hann féll alveg
í stafi. Leikarinn, sem var í fylgd
með honum, kynnti þau. Ungfrú
Minna Planer, sem var ein helzta
söngkona söng- og leikflokksins,
starði þögul á hinn tilvonandi
hljómsveitarstjóra. Þáð. var sagt, að
hann væri 21 árs, en hann virtist
vera miklu yngri. Wagnér dró djúpt
að sér andann, andvarpaði og ákvað
svo, eftir nánari yfirvegun, að hann
skyldi taka tilboðinu um hljóm-
s veitar st j órastöðuna.
Nú hófst strax vinátta milli hins
örgeðja hljómsveitarstjóra og ungu
söngkonunnar. Richard Wagner
hafði hrifizt mjög af góðum gáfum
hennar og sálarjafnvægi. Hún hafði
verið fátæk allt frá bernsku. Hún
var alveg sérstaklega lagleg og
glæsileg. Hún hafði verið dregin á
tálar af einhverjum þorpara úti á
landsbyggðinni og hafði alið dótt-
ur, er hún var nýlega orðin 17 ára.
Þessi bitra reynsla hafði haft þau
áhrif á hana, að hún hafði orðið
enn hlédrægari. Hún varð að hafa
ofan af fyrir sér með einhverju, og
hafði hún þá snúið sér að leiksvið-
inu, þar eð hún hélt, að þar hefði
hún möguleika. Hún var mjög fín-