Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 20
ÚRVAL
ið
fullan arð fyrr en með næstu kyn-
slóð. Gott dæmi um þetta er gróður-
setning skóga. Túnis var eitt sinn
grænt og frjósamt land, en rányrkja
og vanhirða öldum saman hefur
breytt landinu í hálfgerða eyði-
mörk. Nú á að „yngja“ landið upp,
og í því augnamiði eru gróðursett
næstum 400.000 tré árlega.
Ein helzta vonin um bjartari
framtíð er bundin við ferðamanna-
straum til landsins. Túnis getur boð-
ið upp á 750 mílur af pálmaströnd-
um, þar sem sandurinn er ýmist
næstum hvítur eða gullinn. Margir
bæirnir líta út svipað og ævintýra-
bæirnir í „Þúsund og einni nótt“.
Gamla hverfið í Túnisborg, sem
kallast „medina“, hefur vart breytt
um svipmót öldum saman. Göturn-
ar eru of þröngar fyrir bifreiðir.
Loftið er þrungið annarlegum ilmi,
og kveinandi sótthitakenndir tónar
arabiskrar tónlistar berast út úr
verzlunum og íbúðarhúsum, þar
sem hlerar eru fyrir gluggum. Fyrir
nokkrum árum komu sárafáir
skemmtiferðamenn til landsins, en
í fyrra var tala þeirra komin upp í
320.000. Og þeir eyddu 44 milljónum
dollara í landinu.
En Túnis þarf enn að glíma við
erfið vandamál. Margir íbúarnir eru
enn sárafátækir og lifa mjög frum-
stæðu lífi. Vart hefur orðið við
nokkurn óróa meðal stúdenta. Sum-
ir Túnisbúar kvarta yfir því, að
Bourguiba hneigist um of til ein-
ræðisstjórnar.
I
LÝÐRRÍÐIÐ KEMUR SÍÐAR
Túnis er sannarlega ekki lýðræð-
isríki. Hvatningin til áframhaldandi
byltingar Bourguiba heldur ein-
göngu áfram að berast frá sama
stjórnmálaflokknum sem hann
stofnaði á fjórða áratug aldarinnar,
Sósíalistaflokknum Destour. Og það
eru ekki leyfðir neinir andstöðu-
flokkar né dagblöð í andstöðu við
stjórnina. Flokkurinn er að vísu
sósíalskur, en þó hægfara. Og hann
er mjög andsnúinn Marxisma. Öll-
um er frjálst að ganga í flokkinn,
og á flokksfundum eru leyfðar
frjálsar umræður. En þegar ákvörð-
un hefur verið tekin, eru allir skuld-
bundnir til að framfylgja henni.
Bourguiba lýsir oft yfir aðdáun
sinni á bandarísku og brezku lýð-
ræði, en hann álítur að Túnis sé
ekki enn komið á það stig, að lýð-
ræði sé þar mögulegt.
Það eru tvær hliðar á persónu-
leika Bourguiba. Hann á hús í
heimabæ sínum, Monostir, sem er
svo óbrotið, að það virðist næstum
fátæklegt. En hann hefur líka látið
reisa tvær dýrar hallir og fimm
nokkuð smærri stórhýsi víðs vegar
um land. Hann segist hafa gert það
til þess að auka hróður landsins.
Og Bourguiba hefm- þegar látið
reisa sér grafhýsi, svo að komandi
kynslóðir gleymi ekki nafni hans.
Hann hefur látið flytja 12 forfeður
sína í grafhýsi þetta. Og í fyllingu
tímans mun líkami Haleile Bourgu-
iba verða borinn inn í miðherbergið
með sinni háu hvelfingu og lagt
þar til hvíldar í viðurvist gráf-
kvenna í samræmi við fornar arab-
iskar venjur. En það er ekki komið
að því enn.