Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
einkenni tilviljana og mætti jþví
vísast frá. Og ef hægt væri að færa
sönnur á, að Isidor Fisch — eins
og Hauptmann hélt fram, — hefði
afhent honum lausnarféð, þá væri
komið fram sterkt framlag honum
til varnar.
Reilly, hinn snjalli málfærslu-
maður, leit þannig björtum augum
á, að möguleikar Hauptmanns væru
góðir.
MÁLAFERLIN HEFJAST
Málaferlin gegn Richard Haupt-
mann vöruðu í 32 daga. En sitthvað
það dramatískasta gerðist fyrstu
klukkustundirnar. Réttarsalurinn
var troðfullur, þegar Wilentz fylk-
issaksóknari reis upp úr sæti sínu
til að segja fram inngangsorð sín.
Um það bil 500 manns sátu
þröngt á hliðarbekkjunum, og til
viðbótar hafði fólk troðið sér í all-
ar smugur og hliðarganga. Haupt-
mann sat bak við borð verjandans
milli tveggja lögregluþjóna, og
skammt frá sátu þau Charles og
Anna Lindberg og störðu á Wilentz
spennt og full eftirvæntingar.
Hinn ungi saksóknari lagði fram
ákæru í stuttu og skýru máli. Hinn
fyrsta marz 1932 var Charles Au-
gust Lindberg yngri myrtur, sagði
hann, — og morðingi drengsins
sæti þarna í réttarsalnum. Ákæru-
valdið ætlaði að færa sönnur á, að
Richard Hauptmann hefði framið
ódæðisverkið. „Hann brauzt inn í
hús Lindbergs í þeim tilgangi að
ræna barninu,“ sagði Wilentz og
hélt áfram hærri röddu: „Og hann
gerði það! En þegar hann klifraði
aftur niður stigann, brotnaði hann
undir honum. Og hann datt niður
með barnið." Wilentz bætti við, að
höfuð drengsins hefði slegizt við í
fallinu og það orðið hans bani þeg-
ar í stað.
Viðstaddir tóku eftir, að frú
Lindberg drúpti höfði, er hér var
komið. En Hauptmann sat rólegur
með krosslagða handleggi. Ekki var
að sjá, að hin áhrifamiklu orð rösk-
uðu ró hans hið minnsta.
Wilentz lýsti nú því, sem fram
hafði farið fyrir utan hús Lind-
bergs: Hauptmann kastaði stigan-
um frá sér, svipti náttsloppnum af
barninu og tók stefnuna til skógar
og gróf þar dæld til að fela líkið.
Wilentz lýsti í stuttu máli, hvað
gerzt hafði næstu klukkustundirn-
ar, næstu daga, vikur og mánuði.
Hann gat um hjálparmann Lind-
bergs við afhendinguna á lausnar-
fénu, doktor John F. Condon, enn-
fremur bréfin sem komu þeim á
villigötur, —• og hápunktinum í
sóknarræðu sinni náði hann með
því að segja:
„Og Lindberg ofursti, sem er
manna líklegastur til að geta fund-
ið hvern þann smáblett á jarð-
kringlunni, sem vera skal, — hann
gat ekki fundið sitt eigið barn, —
fyrir þá sök, að Hauptmann hafði
svipt það lífinu." Hann lækkaði
róminn og bætti við stillilega og
yfirvegað: „Við krefjumst þess, að
ákærði hljóti dóm fyrir morð að
yfirlögðu ráði.“
Er Wilentz hafði lokið tölu sinni,
reis Reilly úr sæti sínu. Andartak
stóð hann þögull, — hávaxinn og
glæstur með blómlega nellikku í
hnappagatinu. Svo setti hann fram