Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 82

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 82
80 TJRVAL vitni að því, er Bandríkjamenn skutu litl.um trumbulöguðum gervi- hnetti á loft. Hann vó aðeins 38.5 kíló. Gervihnötturinn var skírður „Early Bird“ og var hann látinn ganga á braut, sem var í 38.7 kíló- metra hæð yfir miðbaug. Og það fór sem Clarke hafði séð fyrir. Með til- komu þessa gervihnattar hófst nýtt tímabil á sviði alþjóðlegra fjar- skipta. En hið eina, sem Clarke hafði upp úr þessari byltingarkenndu hugmynd, var ósköp tilkomulítil greiðsla fyrir grein, sem eftir hann birtist og bar heitið: „Hvernig mér mistókst að græða milljarð dollara á gervihnetti." „Það voru einmitt fjarskiptahnettirnir, sem gerðu al- heims sjónvarpssendingar frá ferð Apollo 8. mögulegar. NÝR RITHÖFUNDUR LÍTUR DAGSINS LJÓS Arthur Clarke hefur haft áhuga á náttúruvísindum, allt frá því að pabbi hans gaf honum nokkrar gamlar myndir úr vindlingapökk- um. Þá var drengurinn 10 ára að aldri. Faðir hans var bóndi í Somer- set í Englandi. Þetta voru myndir af fornsögulegum dýrum, en áhugi hans á þeirri vísindagrein dofnaði, er hann kynntist stjörnuvísindun- um. Hann bjó til lítinn sjónauka úr pappírsröri og nokkrum sjónglerj- um. „Og svo eyddi ég kvöldunum í að kortleggja tunglið, þangað til ég þekkti landslag þess betur en lands- lagið heima í Somerset.“ En hið þýðingarmikla augnablik á unglingsárum hans kom, er hann var 13 ára gamall og rakst þá á nokkur hefti af tímaritinu „Amaz- íng Stories“ (Furðusögur). Það varð eitt af þýðingarmestu augnabiikum lífs hans. „Ég safnaði þessum heft- um árum saman,“ segir hann með söknuði. „Og ég held, að þau hafi kveikt í ímyndunaraflinu hjá heilli kynslóð vísindaskáldsagnahöfunda.“ Fjrrstu sögur sínar skrifaði hann í skólablaðið í Tauntonskóla. Faðir hans hafði ekki efni á að leyfa hon- um að leggja út í langskólanám, og 19 ára að aldri fékk Arthur skrif- stofustarf í Lundúnum. Þar komst hann í tengsl við lítinn hóp aðdá- enda vísindaskáldsagna, sem komu saman í bjórstofu hverfisins. Hinir gestir bjórstofunnar álitu þá hálf- vitlausa og fremur tortryggilegar persónur. Hópurinn stofnaði félag, sem þeir nefndu „Brezka geimferða- félagið“. Fínt skyldi það vera. „Það voru um 10 meðlimir í félaginu, og þeir voru flestir á þrítugsaldri," seg- ir Clarke og brosir við. Enginn þessara ungu geimferðaáhugamanna hafði nokkra tæknilega eða vísinda- lega menntun. En samt tókst þeim um síðir að teikna geimskip, sem átti að geta flutt þrjá geimfara til tunglsins og aftur til jarðar. Það undrar mann ekki, að fólk brosti yf- irleitt vorkunnsamlega að hug- mynd þeirra. En það undrar mann ekki heldur, að hin ,,hlægilega“ tungleldflaug þeirra líktist á margan hátt geimskipum þeim, sem nú er skotið á loft. Eftir síðari heimstyrj- öldina hóf Clarke nám við Kings College-háskóladeildna í Lundún- um. Tveim árum síðar lauk hann prófi í eðlisfræði og stærðfræði með ágætiseinkunn. Nú hafði hann aflað sér traustrar faglegrar þekkingar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.