Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 99
BARNl LlNDBERGS RÆNT
97
hin gráleita húð Hauptmanns roðn-
aði lítillega.
Þegar kom að verjandanum næst,
var Reilly fyllilega ljóst, að hans
beið ekki þakklátt verkefni að
þurfa að véfengja ekki ejnungis
sterkt vitni heldur og mikilsvirtan
frægðarmann. En þó var ekkert
hugarhik á Reilly að sjá, er hann
nálgaðist vitnastúkuna.
Hvað hafði Lindberg gert til að
kynna sér fortíð nýja þjónustu-
fólksins áður en hann réði það til
sín í Hopewell? spurði verjandinn.
Lindberg svaraði, að hann hefði
rætt í hálfa klukkustund við hvern
einstakan.
„Gerðuð þér ekkert meira í þeim
málum?“ spurði Reilly.
„Nei, annað gerði ég ekki,“ anz-
aði Lindberg með hægð.
Reilly hélt áfram spurningum
sínum, og rétt á eftir kom hann að
mikilsverðu atriði. Þegar Lindberg
og kona hans sátu í borðstofunni,
kvöldið sem barnsráðin fór fram,
gat þá annaðhvort þeirra séð til
stigans, sem þjónustufólkið gekk
um? Lindberg svaraði þeirri
spurningu neitandi.
„Ef maður nú hugsaði sér, að
einhver í húsinu hafi verið í vit-
orði með þeim seka,“ hélt Reilly
áfram, „mundi þá sá hinn sami
ekki hafa getað borið barnið úr
rúminu og rétt það einhverjum
fyrir utan húsið meðan þið borðuð-
uð?“
„Það gæti hafa verið mögulegt."
Reilly fylgdi fast eftir. Hann
benti á, að þau hjónin lifðu mjög
fábrotnu og innhverfu lífi, og því
hafi drengurinn ekki verið vanur
ókunnugum; einungis foreldrum
sínum, þjónustufólkinu, barnfóstr-
unni Betty Gow og kannske nokkr-
um öðrum. Var það ekki rétt?
Lindberg kinkaði kolli.
Gott! Hafði nokkur heyrt grát
berast frá bamaherberginu þetta
kvöld? Lindberg kvaðst ekki vita
til þess.
Hafði Betty Gow verið í upp-
námi, þegar hún kom og skýrði
frá, að barnið væri horfið?
„Nei,“ svaraði Lindberg.
Hafði hún grátið?
„Það held ég ekki.“
Reilly leit þögull til kviðdóm-
endanna. Andlitssvipur hans sagði
næstum greinilegar en nokkur orð:
„Auðvitað grét barnið ekki, hafi
Betty Gow tekið það upp úr rúm-
inu. Börn hræðast ekki barnfóstrur
sínar.“
Þetta var í fyrsta sinn undir rétt-
arhöldunum, sem grun var beint
að einhverjum öðrum en Haupt-
mann. Og þessu bragði beitti Reilly
oftar en einu sinni. Hann brá því
fyrir sig eftir nokkrar mínútur,
þegar hann rakti, hvað gerzt hafði
rétt eftir ránið. Doktor Condon
hafði skrifað til „Home News“,
dagblaðsins í Bronx, og boðizt til
að vera milligöngumaður við af-
hendingu lausnarfjárins. Skömmu
eftir hafði Condon fengið bréf, sem
var undirritað eins og fyrsta bréfið,
þar sem lausnarfjár var krafizt.
Hafði Lindberg aldrei dottið í hug,
að sá sem birt hafði áskorunina í
blaðinu, hafi vel getað svarað henni
sjálfur?
Til þessa hafði Lindberg dulið
tilfinningar sínar, en er hann svar-