Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
1. Hvað heitir utanrík-
isráðherra Frakka?
2. Hvað hét konan,
sem var kjörin for-
seti síðasta Allsherj-
arþings Sameinuðu
þjóðanna?
3. Eftir hvern er skáld-
sagan „Mannspilin
og ástin“?
4. Hvar liggur ríkið
Dahomey?
5. Eftir hvern er leik-
ritið „Nýársnóttin“?
6. Hvað heitir hinn nýi
9
o
VEIZTU
forseti Norður-Viet-
nam og hvað er
hann gamall?
7. Hver var kjörin feg-
urðardrottning ís-
lands árið 1968?
8. Hver er ritstjóri
blaðsins „íslending-
ur — ísafold"?
9. Hvar er talið lík-
legast, að leifar elzta
bæjarstæðis í
Reykjavík séu?
10. Hvað eru Kanarí-
eyjar margar?
Svör á bls. 115.
borturnarnir séu að nokkru leyti
umluktir og upphitaðir, verða
starfsmennirnir samt að vera dúð-
aðir við vinnu sína. Þeir eru í sér-
stökum upphituðum nærfötum, ein-
öngruðum samfestingum, hettuúlp-
um og þar að auki með andlitsgrím-
ur og tvenn pör af vettlingum..
„Stirt og klunnalegt? Það er eins og
að þræða saumnál með hnefaleika-
hönzkum," sagði einn starfsmaður-
inn kvörtunarrómi.
Maður getur ekki snert málm með
berum höndunum, án þess að það
rifni húðflygsur af þeim, þegar
komið er 50 stiga frost á Fahrenheit.
Stál verður þá stökkt. Beltin á drátt-
arvélunum rifna og brotna og pípur
og borholufóður splundrast eins og
gler, ef maður missir þetta úr hönd-
um sér. í blindbyljum verða starfs-
mennirnir að fálma sig áfram eftir
upplýstum plankastígum eða með
því að halda sér dauðahaldi í ör-
yggiskaðla. Framkvæmdastjóri hjá
einu olíufélaginu lýsir þessum að-
stæðum með eftirfarandi orðum:
„Hér norður í vetrarmyrkrinu og
kuldanum tekur það okkur 3 vikur
að rífa niður olíuborturn og reisa
hann að nýju. En í Texas gætum
við lokið sama verki á 3—5 dögum.“
Vistarverur borunatrliðsins, sem
telur 75 menn, eru hjólhýsi, sem eru
sérstaklega einöngruð og mjög vel
þéttuð. Þau standa hlið við hlið og
eru tengd með göngum. Einnig eru
þar böð, eldhús, borðsalur og tóm-
stundasalir. í hverju herbergi búa
tveir menn. Myndir af léttklæddum
meyjum skrýða veggi, en kúreka-
tónlist glymur hvarvetna við. í frí-