Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
ist annað og lyfti skottinu. Hitt
svaraði merki þessu með því að
láta skottið falla. Fyrrnefnda karl-
dýrið sveiflaði þá skottinu og kipr-
aði saman augun. Þegar fyrrnefnda
karldýrið reisti eyrun, þá lét hitt
eyrun falla - — og þá hófst eltinga-
leikur með miklum hávaða og fyr-
irgangi. Taylor komst nú að því, að
þarna væri um merkjasendingar að
ræða, þ. e. skilaboð, sem tilkynntu
öllum íkornunum, að það væri
íkorni nr. 1 (fyrrnefnda karldýrið),
sem réð rikjum. Jafnframt mundi
það hljóta forgangsréttindi, hvað
fæðu og eðlun snerti.
Taylor hélt þessum athugunum
áfram í heilt ár. Og hann tók smám
saman æ greinilegar eftir því, að
merking þessara merkja virtist
breytast eftir árstíðum. Á haustin
virtist ,,mas“ og eltingaleikir íkorn-
anna fela í sér þessa vísbendingu:
„Það er kominn tími til þess að
grafa hneturnar“. Hávaðinn og fyr-
irgangurinn dró að sér íkorna
hvaðanæva að úr skóginum. Það
virtist í rauninni, að þarna færi
fram bæði talning á íkornunum og
talning matarbirgða og mat á því
hlutfalli.
Taylor er einn þeirra vísinda-
manna, sem hafa allt frá aldamót-
unum unnið að því víðs vegar í
veröldinni að ráða gátu hinna ýmsu
,,merkjakerfa“ dýranna, sem er
töfrandi viðfangsefni. — Mörg dýr
nota ýmiss konar merki til þess að
gefa félögum sínum ýmsar vísbend-
ingar. Og því er eins farið með ým-
is önnur dýr og gráíkornana. Mörg
merki hafa mjög mismunandi merk-
ingu á hinum ýmsu tímum árs.
J. C. Brémond við rannsóknar-
stofnun þá í Jany-en-Josas í Frakk-
landi, sem fæst við ýmsar rann-
sóknir á hljóðum og hljóðmerkjum
og eðli þeirra, hefur fengizt við
rannsókn á „kallmerkjakerfi“ fugl-
anna árum saman. Hann tók upp á
segulband um 1300 kallmerki eða
söngtóna evrópskra rauðbrystings-
ins, sem líkist ameríska bláfuglin-
um. Með hjálp hátalara „sendi“
hann svo öðrum villtum fuglum
þessi söng- og kallmerki, t. d.
„landamærasönginn, en með honum
lýsir rauðbrystingurinn yfir eignar-
rétti sínum á vissum landskika. —
Þegar hann lék þennan „landa-
mærasöng" á yfirráðasvæði karl-
fugls eins að vori til, kom „land-
eigandinn“ fljúgandi og ætlaði að
ráðast á „innrásarsegginn“. En þeg-
ar hann lék sama sönginn að hausti
til, lét „landeigandinn" hann eins