Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 23
MERKJAKERFI VILLTRA DÝRA
21
og vind um eyrun þjóta. En léki
hann þá annan söng, þá kom fugl-
inn óðar á vettvang í miklum víga-
hug.
Það er alls ekki alltaf auðvelt að
greina merki og merkjakerfi dýr-
anna. Dr. C. Ray Carpenter, sál-
fræðingur og mannfræðingur við
ríkisháskóla Pennsylvaniufylkis,
fékk sönnur fyrir því, þegar hann
tók að rannsaka atferli macaque-
apanna í Takasakiyama í Japan, en
þeir gera mikið að því að hrista
skógartré. Fyrir 3 árum hélt Car-
penter inn í frumskógana í fjöll-
unum, þar sem þeir hafast við og
tók sér í rauninni bólfestu meðal
apanna og dvaldi þar hjá þeim í
heilan mánuð. Hann reikaði um
skógarstígana, sem þeir notuðu og
gaf þeim nánar gætur, er þeir. möt-
uðust og hvíldust.
Að því kom, að hann gat greint,
að aparnir skiptust greinilega í 3
flokka, sem hann nefndi A, B og
C. Og hann tók líka eftir því, að
það voru aðeins vissir apar í hverj-
um hóp, sem hrista tré. Þessir apar
þutu öðru hverju allan daginn upp
í viss, há tré, gripu um bolinn og
hristu þau af slíku afli, að trjá-
topparnir urðu fljótlega alveg
naktir. Að lokum skildi hann sam-
hengið í þessu öllu saman. „Þegar
A-hópur var staddur á stað þeim,
sem aparnir öfluðu sér fæðu á,“
segir hann, ,,og karlapi úr C-hóp
hristi tré, læddist A-hópurinn hljóð-
lega burt. Þá kom C-hópurinn á
vettvang og tók að leita sér matar,
án þess að til nokkurra árekstra
kæmi við A-hópinn. í þessu tilfelli
er trjáhristingurinn merki til þess
að koma í veg fyrir árekstra og
átök milli hópanna.“
Sum merkin eru aðeins tilfinn-
ingaleg tjáning dýranna. Robert W.
Ficken dýrafræðingur við Wiscons-
inháskólann í Milwaukee uppgötv-
aði, að í hvert skipti sem hann hélt
á „grackle" í hendi sinni, lét þessi
svarti fugl sérstaka himnu falla
leiftursnöggt yfir skærgul augun.
Þegar fuglinn „deplaði“ þannig
augunum á háttbundinn hátt, þann-
ig að augun minntu helzt á „blikk-
andi“ ljós, gaf þetta til kynna
hættu, sem fuglinn gat ekki losn-
að úr. Rækist karlfuglinn á annan
karlfugl, „deplaði" hann þannig
augunum hratt en alls ekki á reglu-
bundinn hátt, heldur tilviljunar-
kennt. Þetta gaf til kynna innri
árekstur, þar sem tvær ólíkar
kenndir börðust um völdin, löng-
unin til að forða sér og löngunin
til að berjast.
Fichen kvikmyndaði margvíslegt
atferli þessara fugla. Svo horfði