Úrval - 01.10.1969, Síða 86

Úrval - 01.10.1969, Síða 86
84 ÚRVAL Kj allaravörður er virðuleg staða innan þjónastéttarinnar í Englandi, en er nú óðum að leggjast niður. Einn hinna frægari kj allaravarða er Tivendale nokkur. Hann hefur nefnilega fundið upp aðferð til að auka tekjur sínar mjög. Hún er fólg- in í því, að þegar hann sækir um nýja stöðu, krefst hann þess að fá mánaðarlaun fyrirfram. Þegar hann ber svo fram matinn í fyrsta skipti, gætir hann þess vandlega að hella niður, annaðhvort á borðdúkinn eða einhvern af gestunum. Venjulega er hann rekinn strax og auðvitað hefur hann þá mánaðarlaunin með sér. Samkvæmt enskum blöðum hefur hann á tveimur árum verið í 200 stöðum og alls staðar fengið, greitt fyrirfram. Nú hafa menn varað við honum, en fólk það, sem hefur ráðið þennan mann, hefur ekki kært hann fyrir lögreglunni af ótta við, að það væri gert gys að því fyrir bragðið. fsraelskur málari að nafni Mic- hael Osterweil hefur fundið upp ráð, sem hann heldur að stuðli að því, að málverk hans seljist betur og verði keypt af almenningi. Michael býr í London og hann fékk leyfi til að hengja upp málverk sín á almenn- ingsþvottahúsum. Hann heldur því fram, að húsmæður hljóti einhvern- tíma að líta upp frá sjóðandi þvotta- vélunum eða upp úr mánaðarrit- unum, sem þær lesa, á meðan kraumar í vélunum, og geti þá dáðst að listinni. Og ef til vill munu þær fá eiginmanninn með sér þarna inn áður en lokað er til að kaupa mál- verk, auðvitað með lágum afborg- unum. Listamaðurinn hefur þegar selt nokkrar myndir á þennan hátt og álítur, að þarna vinni listin hug al- þýðunnar með tímanum. Um þessar mundir vinna nokkrir lög- fræðingar að því í Egyptalandi að semja lög um klæðnað kvenfólks og er sérstaklega verið að koma í veg fyrir, að blessað kvenfólkið gangi í kjólum, sem eru of flegnir í hálsinn. Það eru þingmenn, sem kröfðust þess, að lög af þessu tagi yrðu sett á til að bæta siðferðið í landinu. í Ohio í Bandaríkjunum stóð eitt sinn til að setja svipuð lög. Þá gerði kvenfólkið sér lítið fyrir og fór í kröfugöngu að þinghúsinu og krafðist þess til endurgjalds, að sett yrðu lög, sem bönnuðu karlmönn- um að ganga fúlskeggjaðir og — ef þeir væru sköllóttir — að ganga með hárkollur. Þingheimur sá þá sitt óvænna og ekkert varð úr laga- setningunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.