Úrval - 01.10.1969, Síða 97
BARNI LINDBERGS RÆNT
95
hvöss andmæli gegn Wilentz, sem
eins og hann sagði, „hafði höfðað
til tilfinninga kviðdómendanna.“
Réttarformaðurinn, Thomas W.
Trenchard dómari, sem var roskinn
maður að aldri, hafði á sínum tutt-
ugu og átta ára embættisferli aldr-
ei fjallað um morðmál. En samt var
hann ekki lengi að segja: „And-
mælunum er vísað frá.“
Wilentz lýsti nú glögglega her-
bergjaskipun í húsi Lindbergs og
kallaði síðan Önnu Lindberg í
vitnastúkuna.
Það sló á dauðaþögn í réttarsaln-
um meðan hún var látin sverja eið.
Glögglega mátti sjá, að hún var föl
í andliti og a(ð hendurnar voru
óstyrkar. Wilentz bað hana að segja
frá kvöldinu, þegar barnsránið átti
sér stað, og vera ekkert að flýta
sér. Meðal annars lýsti hún drengn-
um. Hann hafði verið ljóshærður
og bláeygður, sagði hún.
„Var hárið liðað eða hrokkið?“
spurði Wilentz.
Frú Lindberg drúpti höfði og
kreppti hnefana fast og svaraði svo
naumast heyrðist: „Já, það var lið-
að.“
Þessu næst lagði Wilentz fram
ýmis barnaföt: flauelsnáttskyrtu,
litla ullartreyju og náttslopp.
Anna tók upp þessar flíkur
hverja eftir aðra og staðfesti, að
þær væru af drengnum hennar.
Þeir sem næstir henni stóðu, bjugg-
ust við, að hún mundi þá og þegar
missa stjórn á sér og bresta í grát.
En af því varð ekki.
Þá er Wilentz saksóknari sleit
þessari yfirheyrslu, stóð Reilly upp
á ný og mælti: „Málsvörnin telur
óþarft að opinbera sorg frú Lind-
bergs með yfirheyrslum.“
LINDBERG í VITNASTÚKUNNI
Næsta vitni ákæruvaldsins, Char-
les Lindberg, gekk til vitnastúk-
unnar löngum en eilítið stirðum
skrefum. Þessi unga þjóðarhetja
sýndi glöggt sjálfsöryggi sitt, er
hann svaraði fyrstu spurningunni,
skýrri, stillilegri röddu.
Á öðrum degi málaferlanna
spurði Wilentz Lindberg um kvöld-
ið, þegar lausnarféð skyldi greið-
ast og hann beið í vagni sínum ná-
lægt St. Raymond-kirkjugarðinum,
meðan Condon gekk til móts við
fjárkúgarann, sem nefndi sig John.
„Ég heyrði rödd kalla á doktor
Condon innan úr kirkjugarðinum,“
sagði Lindberg.
„Og hvaða orð voru sögð?“
spurði Wilentz.
„Hæ, doktor!“ með útlenzkum
hreimi."
„Hafið þér heyrt þessa sömu
rödd eftir þetta?“
„Já, það hef ég,“ svaraði Lind-
berg og vitnaði til heimsóknar til
lögreglustöðvarinnar skömmu eftir
handtöku Hauptmanns. Lindberg
hafði staðið þar sem Hauptmann sá
ekki til hans og hlustað meðan
fanginn endurtók hvað eftir annað
orðin „Hæ, doktor“.
„Hvers rödd var það?“ spurði
Wilentz.
„Það var rödd Hauptmanns,11
svaraði Lindberg hiklaust. Og nú
leit hann til fangans í fyrsta sinn
eftir að réttarhöldin byrjuðu.
Nokkrir viðstaddir tóku eftir, að