Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 20

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 20
18 ÚRVAL Á tímabilinu rétt fyrir og eftir 1950 reyndi de Gaulle að ná völd- um að nýju með aðstoð nýrrar stjórnmálahreyfingar, sem bar heit- ið Rassemblement du Peuple Francais. Pompidou gegndi aldrei neinni stöðu innan flokksins, en hann var einn af leiðtogunum bak við tjöldin. Meðan hann starfaði fyrir flokk þennan, hitti hann Réne Fillon, sem var bankastjóri Rot- childbankans. Pompidou lét í ljós ósk um að hætta störfum sem rík- isstarfsmaður og hefjast handa í viðskiptalífinu. Um það bil ári síð- ar taldi Fillon Gy de Rotschild á að ráða Pompidou. Og þessi nýliði á sviði bankamála gerði alla stein- hissa. Hann var svo fljótur að læra allt það, sem máli skipti, hvað snerti bankastörf og rekstur banka, að það var blátt áfram ótrúlegt. Og tveim árum eftir að Pompidou hóf störf við bankann, var hann gerð- ur að yfirbankastjóra, og var hann þar með orðinn æðsti maður bank- ans að Rotschild einum undanskild- um. Síðla í maí árið 1958 komst de Gaulle aftur til valda, og Pompidou fékk leyfi um hríð frá störfum sín- um í bankanum til þess að gerast „starfsmannastjóri“ de Gaulles. Sjö mánuðum síðar varð de Gaulle for- seti lýðveldisins, eftir gildistöku nýrrar stjórnarskrár. Pompidou kom fyrst fyrir almenningssjónir einmitt þann dag, sem de Gaulle tók við embætti sínu, því að hers- höfðinginn bauð honum að sitja við hlið sér í opinni bifreið í „skrúð- akstri" niður eftir Champs Elysés í París. Skömmu síðar sneri Pompi- dou aftur til bankans að eigin ósk. Hann hélt áfram störfum þar allt til ársins 1962, er de Gaulle sagði Michel Debré forsætisráðherra skyndilega upp stöðunni og setti Pompidou í hans stað. HANN TÓK f RAUNINNI STJÓRNARTAUMANA í SÍNAR HENDUR De Gaulle réð auðvitað öllu, svo að allir hurfu í skugga hans. Pompi- dou var langt frá því að vera þjónn de Gaulles, en hann var líka langt frá því að vera jafningi hans. En árið 1967 hafði Pompidou tekið við allri stjórn Gaullistaflokksins, og nú var hann sífellt meir metinn vegna eigin ágætis, en ekki eingöngu vegna tengsla sinna við de Gaulle. Síðan hófust hinar ofsalegu óeirð- ir í maí og júní árið 1968. Pompi- dou tók nú á vissan hátt við stjórn- artaumunum og reyndist vera hinn sterki maður, sem réð að nokkru framvindu mála. En de Gaulle dró sig mjög í hlé og lét lítið á sér bera. Um hríð ákvað de Gaulle að boða til þj óðaratkvæðagreiðslu, en það var uppáhaldsbragð hans til þess að koma vilja sínum fram og sýna þjóðinni, hver hefði völdin. Pompidou tókst að fullvissa hann um, að þetta mundi reynast hið mesta óráð. Hann stakk þess í stað upp á því, að þingið skyldi leyst upp og boðað til nýrra kosninga. Altalað er, að Pompidou hafi sagt við de Gaulle- „Et' þér tapið við þj óðaratkvæðagreiðsluna, hershöfð- ingi, þá er stjórnin glötuð. Ef ég tapa aftur á móti í kosningunum, verð ég sá eini, sem tapar.“ Sagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.