Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
flugvéla, sem bækistöð höfðu á
brezkum flugvöllum,
En þá þegar var brezki flotinn
tekinn að undirbúa miklu áhættu-
meiri árás á Tirpitz. Áætlunin var
á þann veg, að reyna skyldi að
koma nokkrum mönnum óséðum í
gegnum varnir Þjóðverja í Alta-
firði, og áttu þeir að koma fyrir
sprengjum undir Tirpitz og kom-
ast síðan burt, áður en sprengjurn-
ar spryngju. Til slíkrar hættuferð-
ar yrði einungis unnt að nota alveg
sérstaka gerð af dvergkafbátum.
Mesta þvermál þeirra yrði að vera
talsvert undir 6 fetum, svo að þeim
tækist að smjúga i gegnum tundur-
duflasvæði á grunnsævi. En samt
yrðu þeir að vera nægilega öflugir
til þess að geta kafað niður á 300
feta dýpi og láta nægilega vel að
stjórn til þess að geta komizt óséð-
ir leiðar sinnar, komizt í gegnum
op, sem skorin yrðu á kafbátavarn-
argirðingar og ferðazt í kafi í allt
að 36 stundir samfleytt, ef nauð-
syn krefði.
f maímánuði árið 1942 hafði
Flotamálaráðuneytið brezka þegar
prófað frumgerð að tveim slíkum
kafbátum og pantað sex slíka kaf-
báta frá Vickers Armstrong Ltd.
Samtímis var óskað eftir sjálfboða-
liðum meðal nýrra liðsforingja í
flotanum, og fylgdi sú skýring, að
cskað væri eftir þeim til „alveg
sérstakrar og hættulegrar þjónustu".
Siálfboðaliðarnir fengu ekkert að
vita um hlutveT-k sitt annað en það,
að þeir vrðu að vera mjög duglegir
sundmenn.
Úr hópi sjálfboðaliðanna voru nú
valdar áhafnir og menn til þess að
annast viðhald og viðgerðir kafbát-
anna. Þeir voru prófaðir á ýmsan
hátt og þjálfaðir. Síðan voru þeir
sendir í yfirgefið og ömurlegt gisti-
hús í Port Bannatyne norður í Skot-
landi. Bar það heitið Hydropathic.
Það stóð uppi á hæð einni, en allir
óbreyttir borgarar höfðu verið flutt-
ir burt af svæðinu umhverfis hæð
þessa. Af hæðinni sást yfir mjótt
vatn, sem bar heitið Strivenvatn og
líktist helzt mjóum firði. Allar
skipagöngur og sigiingar höfðu ver-
ið bannaðar á vatni þessu. Nú var
sjálfboðaliðunum sagt undan og of-
an af því, hvaða hættur biðu þeirra,
og var þeim iafnframt gefið tæki-
færi til þess að hætta við allt sam-
an. Síðan hófst ofboðslega erfið
þjálfun í fyrstu dvergkafbátunum,
þ. e. frumgerð kafbáta þeirra, sem
nota skyldi. og voru þeir kallaðir
X-3 og X-4.
f janúarbyriun árið 1943 voru
kafbátarnir sex eða „ljótu andar-
ungarnir", eins og þeir voru stund-
um kallaðir, en þó með ástúðlegum
hreim, afhentir frá verksmiðjunum.
Þeir voru allir eins, að undanskild-
um númerum þeirra, sem voru frá
X-5 til X10. Þeir litu út eins og
'luralegir málmklumpar og líktust
fremur vat.nsgeymum en farkostum,
sem gætu siglt neðansjávar. Þeir
voru sannkölluð meistaraverk
roannlegs hugvits. Þeir, sem hug-
myndina áttu að þeim, höfðu orð-
ið að nevta alls konar tæknibragða
til þess að gera smíðina mögulega.
Vélin, s°m knúði þá áfram á yfir-
borði sjávar, var meira að segja
sams konar og vélarnar í strætis-
vögnum Lundúna.