Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
raunir. Þegar ég kem aftur, ætla ég
að segja strákunum, að mánuður á
sjúkrahúsi sé á við heimfararleyfi."
Daginn sem ég fór, nam ég stað-
ar hjá honum til þess að kveðja
hann. „Segðu mér, hvar þú verður,
læknir, og þá sendi ég þér bréf, svo
að þú vitir, hvenær ég fer aftur til
herdeildarinnar. Það er ekki hægt
að liggja hér alla ævi og láta hjúkr-
unarkonur snúast í kringum sig.
Vertu sæll, læknir, og hafðu engar
áhyggjur af mér.“
Hjá því varð ekki komizt, að þessi
takmarkalausa bjartsýni, sem kvað
við dag eftir dag, hefði sín áhrif á
alla þá, er á sjúkrahúsinu voru. Af
hinum 12 mönnum, sem voru alvar-
lega særðir, dóu fjórir, en átta höfðu
komizt svo gersamlega á vald hans,
að þeir náðu sér aftur. Læknar og
hjúkrunarkonur fundu einnig kraft-
inn, sem streymdi út frá þessum
eina manni, sem hrópaði svo hátt,
að allir heyrðu: „Það er allt í lagi
með mig.“ — Seinna hitti ég einn
læknanna, sem viðstaddir voru,
þegar þessi bjartsýni maður var út-
skrifaður. Hann sagði mér, að allir
hinir sj úklingarnir á sömu deild
hefðu trúað því, að hann hefði
bjargað þeim frá gröfinni.
Þessi hermaður kenndi mér, að
huglaus sjúklingur er á niðurleið og
að læknavísindin megna sín lítils
án vonar sjúklingsins. Meðal þeirra
hluta, sem ég geymi til endurminn-
ingar um stríðið, er bréf frá her-
manni, sem hafði komizt aftur til
herdeildar sinnar. Það hljóðaði
svona:
„Það er allt í lagi með mig, lækn-
ir. Hafðu engar áhyggjur af mér.“
Ég býist við, að það sé svo sem allt í lagi með þessa nútknatónlist.
En ihvers vegna þurfti hún endilega að koma fram á oikkar dögum?
Changing Times.
Ég þori að veðja um það, að þessar „trygigðu árstekjur", sem á víst
>að fara að setja lög um. verða alltaf svolítið lægri en „tryggðu ársút-
gjöldin".
Newsda-y Specials.
Það er satt, að allur heimurinn er eitt leiiksvið .... og flest fólk vill
sitja í sæti gagnrýnandans.
Einn táningur segir við annan: „Pabbi og mamma eru alveg að farast
úr áhyggjum núna. Ég fékk nefnilega 10 á nýja kynfræðslunámskeiðinu.
Lichty.
Eiginmiaður, sem er að leita að jólagjöf handa konunni, segir við
afgreiðslukonuna: „Ég vil fá eitthvað, sem henni mundi ekki detta í
hug að kaupa handa sjálfri sér. E'n það útilokar reyndar næstum allt
milli himins og jarðar." Reamer Keller.