Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 71
/------------------------->1
Eftir BOB DAVIES.
Hann
neitaði að
deyja
— New York Sun —
V_________________________)
æknisfræðin,“ sagði
herlæknirinn, „segir
ekki lokaorðið, þegar
mannslífi er bjargað.
Það vita allir læknar,
sem verið hafa á vígstöðvunum.“
„Ég skal segja þér ofurlítið
dæmi,“ hélt læknirinn áfram. „Með-
al hinna særðu í sjúkrahúsi einu
aftan við víglínuna við Chateau
Thierry árið 1918 var íri nokkur
frá Iowa. Hann hafði fengið skot í
hægri hliðina aftan við viðbeinið,
gegnum lungun, þindina, gallblöðr-
una og lifrina. Það voru 13 göt á
ristlinum, þar af sex tvöföld."
„Hafði hann meðvitund?“ spurði
ég.
„Fullkomlega, og hann gat meira
að segja talað. Þegar við vorum að
rannsaka hann og undirbúa upp-
skurðiiin, hrópaði hann styrkri
röddu, sem heyrðist um allt sjúkra-
húsið: „Það er allt í lagi með mig,
læknir. Hafðu engar áhyggjur af
mér.“
Við svæfðum hann, saumuðum
saman götin og gerðum allt, sem
hægt var að gera. Það var furðu-
legt, að hann skyldi lifa það af. En
hann vaknaði af dáinu með undra-
verðum lífskrafti og tilkynnti „að
það væri allt í lagi með sig.“ Þar
rétt hjá lá tylft skelfilegra særðra
manria. Einn þeirra settist hreinlega
upp, horfði á óbreytta hermanninn
frá Iowa, skellti upp úr og sagði:
„Ef þessi náungi á eftir að lifa
áfram, þá get ég það líka.“
Frá þeim degi og þar til viku síð-
ar, er ég var fluttur til annarrar
stöðvar, heilsaði hann mér ævin-
lega með orðunum: „Það er allt í
lagi með mig, læknir. Hafðu engar
áhyggjur af mér.“ Hann var kall-
aður maðurinn, sem vildi ekki
deyja, og í sál allra, sem nærri hon-
um voru, sáði hann þessum tak-
markalausa lífsvilja. Hann fékk all-
mörg þjáningaköst, háan hita og
önnur merki um alvarlega lífshættu,
en aldrei, ekki einu sinni í verstu
óráðsköstunum, kom fram nokkur
efi um, að honum mundi batna.
Hann kom upp eins konar sendi-
boðaþjónustu meðal hjúkrunar-
kvenna. „Þú skalt segja þessum nef-
brotna fugli þarna,“ sagði hann, „að
ég hafi milli 10 og 20 göt á mér og
ég eigi eftir að fara út á vígstöðv-
arnar aftur. Og segðu náunganum,
sem heldur, að hann verði lamaður,
að stríðið sé ekki enn búið, svo hon-
um sé bezt að reyna að koma sér á
lappirnar aftur sem fyrst.“ Hann
sagði við liðsforingja, sem misst
hafði hægri hliðina í skotárás:
„Meðan hjartað er á sínum stað, er
ekki öll von úti. Svona ungur maður
eins og þú getur staðið af sér harðar