Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 21
POMPIDOU — FRAKKI MEÐAL FRAKKA
19
Pompidou og kona lians, Claude Cahour.
er, að de Gaulle hafi þá spurt: „En
fari nú svo, að þú vinnir?“
Og það var einmitt þetta, sem
gerðist. Franska þjóðin var komin
fram á hengiflug stjórnarbyltingar
og sneri þá við í hryllingi og veitti
Gaullistum yfirgnæfandi meirihluta.
Pompidou var hylltur sem sá, er
sigurinn bæri að þakka. Viðbrögð
hershöfðingjans við þessum vin-
sældum Pompidous voru þau, að
hann fór fram á það, að hann segði
af sér. Hann gat ekki þolað keppi-
naut.
Þegar Pompidou var spurður um
framtíðarhorfur sínar í stjórnmálum
í janúar í fyrra, svaraði hann: „Eins
og máhn standa núna, álít ég það
líklegt, að ég muni gefa kost á mér
sem forsetaefni." Þessi orð hans
komust í blöðin og þóttu heldur en
ekki fréttnæm. Og de Gaulle fann
sig brátt knúinn til þess að lýsa
yfir því, að hann ætlaði sér ekki
að draga sig í hlé fyrr en stjórnar-
tímabili hans lyki árið 1972.
Við þjóðaratkvæðagreiðsluna ár-
ið 1969 studdi Pompidou hershöfð-
ingjann. En jafnframt áleit fólk sig
hafa ástæðu til að halda, að yrði
de Gaulle hafnað af kjósendum og
hann segði síðan af sér, væri
Pompidou reiðubúinn að hlaupa í
skarðið. Þetta almenna álit fólks,
að þarna væri um að ræða öruggt
val til vara, ef de Gaulle félli, hef-
ur kannske haft þau áhrif á þann
litla hóp kjósenda, sem var reik-