Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 95
DVERGKAFBÁTARNIR
93
að bæði Tirpitz og minni orrustu-
skipin, þau Scharnhorst og Lutzow,
lágu við ekkeri, og voru þess eng-
in merki, að hugsað væri til hreyf-
ings fyrst um sinn. Þessar upplýs-
ingar urðu til þess að ákveðið var
að framkvæma áætlun númer 4, en
samkvæmt henni áttu X-5, X-6 og
X-7 að ráðast á Tirpitz, X-9 og
X-10 átti svo að ráðast á Scharn-
horst en X-8 á Lutzow.
„Við vorum allii í bezta skapi og
vongóðir,“ sagði Cameron síðar, er
hann minntist þessa. „Það var sann-
arlega kominn tími til þess að láta
hendur standa frarn úr ermum.“
En þá dundu ósköpin yfir. Fyrst
urðu ýmsar bilanir á X-8 til þess,
að það varð að láta hann hætta við
þátttöku í sendiförinni. Hann var
losaður við tundursprengjurnar, og
síðan var honum sökkt. Þ. 16. sept-
ember slitnaði X-9 svo aftan úr
móðurkafbátnum og sást ekki fram-
ar. Líklega hefur ekki gefizt tæki-
færi til þess að tæma kjölfestugeym-
inn frammi í stefni nægilega fljótt
og því hefur X-9 líklega stungizt
niður á hafsbotn, en kjölfestugeym-
ir þessi hafði verið fylltur til þess
að auka jafnvægi X-9 og draga úr
hinum ofsalegu hreyfingum upp og
niður.
Þá voru aðeins X-5, X-6, X-7 og
X-10 eftir til þess að framkvæma
áætlunina. Vegna ýmiss konar
óhappa X-10 varð að láta hann
hætta við árásina á Scharnhorst, en
hinir dvergkafbátarnir héldu áfram
ferðinni. Nú var því aðeins um að
ræða Tirpitz gegn þessum þrem
dvergkafbátum, en hver þeirra vó
aðeins örlítið meira en hvert af
HELGI SKÚLASON,
LEIKARI
Helgi Skúlason er fæddur i
Keflavík 4. september 1933.
Foreldrar hans eru Skúli Odd-
leifsson, umsjónar'maður, og
Sigríður Ágústsdóttir. Helgi
lauk gagnfræðapróíi frá Laug-
arvatni, en settist siðar i Leik-
listarskóla Þjóðleikhússins og
útskrifaðist þaðan 1954. Hann
var leikari við Þjóðleikhúsið í
6 ár, þar af eitt fastráðinn. Frá
1960 hefur hann verið leikari
og leikstjóri hjá Leikfélagi
Reykjavíkur og þar hefur -hann
leikið mörg eftirminnilegustu
hlutverk sín. Hann hlaut silfur-
lampa Félags íslenzkra leik-
dómenda árið 1964. Helgi er
kvæntur Helgu Bachimann.
ieikkonu.
V_____________________y