Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 122
120
ÚRVAL
var það, sem hún vildi fá, og Neró
gaf henni hvort tveggja. Villidýr
frá fjarlægum löndum voru sýnd í
hringleikahúsinu, oft í blóðugri við-
ureign við skilmingamenn eða
dauðadæmda fanga. Stríðsvagna-
kappakstur var helzta hugðarefni
Nerós. Hann ók sjálfur stríðsvagni
í keppnum þessum og varð hvar-
vetna sigurvegari, þar sem hann
„keppti".
Eyðsla hans og hóflaust líferni
og svall varð eitt helzta umræðu-
efni margra í Róm. Hann spilaði
fjárhættuspil og lagði ofsalegar upp-
hæðir undir, og hann jós slíkum
verðlaunum yfir skilmingamenn og
leikara, að slíkt og þvílíkt hafði al-
drei heyrzt áður. Hann gaf þeim bú-
garða, heilar húsasamstæður, sem
náðu götuhornanna á milli, eða skip.
Þegar hann fór í skemmtiferðir út
úr borginni, fylgdi honum geýsilegt
fvlsdarlið í 1000 vösnum, sem
dregnilr voru af múldýrum, sem
járnuð höfðu verið með silfurhóf-
um. Hann gerði einkaeignir upp-
tækar, þegar ekkert fé var orðið
eftir í ríkiskassanum til þess að
greiða hernum laun. Eitt sinn lét
hann drepa hálfa tylft landeigenda
í hinum rómversku skattlöndum í
Norður-Afríku til þess að komast
yfir landareignir þeirra og óðul. Nú
sneri hann alveg við blaðinu, hvað
skattlagningu snerti og tók að leggja
á geypilega skatta. Hann rændi dýr-
gripum úr musterunum og gerði
sull- og silfurpeninga ríkisins harla
verðlitla.
„NERÓPÓLIS" (NERÓBORG)
Lék hann raunverulega á hörpu,
meðan Rómaborg brann? Fæstir
sagnfræðingar nútímans trúa þess-
ari sögu bókstaflega. Við vitum, að
á mánabjartri stormanótt þ. 18. júlí
árið 64 e.Kr. kom upp eldur í nokkr-
um verzlunum í Róm og að eldur
þessi breiddist óðfluga út og náði
til stórs hluta borgarinnar. Bálið
logaði í heila viku. Neró var stadd-
ur í fæðingarbæ sínum, Anzio, niðri
við hafið. Hann flýtti sér til borg-
arinnar til þess að hjálpa til við
slökkvistarfið. Þrjú af aðalhverfum
Rómar eyðilögðust algerlega og
miklar skemmdir urðu í sjö öðrum.
Keisarinn opnaði opinberar bygg-
ingar og einkagarða sína fyrir hin-
um heimilislausa fjölda, og hann
gerði ráðstafanir til að koma í veg
fyrir, að menn reyndu að hagnast á
neyð almennings. En samt breiddist
út sá orðrómur. að það hefði verið
Neró sjálfur, sem kveikt hefði í
borginni. Sumir héldu því jafnvel
fram, að þeir hefðu séð hann standa
uppi á þaki turns eins hátt upp? yf-
ir eldhafinu, hann hafi verið klædd-
ur leikbúningi og leikið þar á hörpu
sína og sungið sitt eigið Ijóð um fall
Trjóuborgar.
Neró hófst handa við að „snyrta“
andlit Rómar allrækilega. Hann lét
leggja breiðgötur, reisa súlnagöng
og fagrar byggingar með flötum
þökum. Hin endurfædda borg, sem
átti að endurskírast og kallast
„Nerópolis“, var miklu heilnæmari
staður en gamla borgin með krók-
óttu öngstrætunum, sem eldurinn
hafði lagt í auðn. Mitt á hinu eydda
svæði lét Neró byggja sér „Gullið
hús“. sem umkringt var vínekrum,