Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 48

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 48
46 URVAL orði hafðar. Hann kvaddi Jón Bald- vinsson látinn í áheyrn alþjóðar eins og sá, sem valdið hafði, anda- giftina og orðsnilldina. Lengst verð- ur þó sennilega rómuð af þeim, sem heyrðu, ræðan, er hann mælti eftir Guðmund Skarphéðinsson. Siglfirð- ingar dáðu hana í mín eyru að sjö árum liðnum eins og stórviðburð, andstæðingar Guðmundar og Sig- urðar jafnt og samherjar. Hins veg- ar næddi stundum svalt um klerk- inn Sigurð Einarsson, enda sat hann aldrei í logni. Svo var og um stjórn- málamanninn. Sigurður gerðist frjálslyndur og róttækur á ungum aldri, verkalýðssinni og samvinnu- maður. Hann varð fyrir vonbrigðum af Framsóknarflokknum prestsárin í Flatey og skipaði sér í fylkingu jafnaðarstefnunnar. Þar varð hann áhrifaríkur forustumaður, baráttu- djarfur, vígfimur og stórhöggur. Sigurður sat á alþingi sem lands- kjörinn fulltrúi Alþýðuflokksins 1934—1937. Þá sögu rek ég ekki, en mjög er hún frásagnarverð. Var mikill sjónarsviptir að séra Sigurði, er hann hvarf af alþingi, en þangað átti hann því miður ekki aftur- kvæmt vegna smæðar Alþýðu- flokksins og ranglátrar kjördæma- skipunar. Sunnlendingar hefðu vafalaust kosið hann á þing eftir síðustu kjördæmabreytingu fimmtán árum yngri, en Sigurður freistaði ekki þess frama, þótt til mála kæmi, og bar sitthvað til. Var hann þó ýmsum fremur til þingmennsku fallinn og illt að vita atgeir hans uppi á þili austur í Holti, þegar hon- um sýnu ósnjallari menn sóttu og vörðust deigum vopnum. En Sigurð- ur þurfti engan veginn að slíta bux- um í þingstóli til að verða frægur stjórnmálamaður. Raunar þótti hann fjöllyndur í skoðunum, þar eð hon- um féllu aldrei þröngar kenningar og hörð flokksbönd, en enginn lék sverði eða brá skildi eins og hann í bardaga á málþingi, sýndust þá löngum mörg vopn á lofti. Hann nam og greindi fræði stjórnmála- mannsins, en lét ekki marka sér bás. Sigurður Einarsson unni svo andlegu frelsi einstaklingsijis, að hann steig í margan stól og af ýmsu tilefni, en ræða hans var ávallt sókn og vörn fyrir réttlæti, samhjálp og raunsýni. Við deildum stundum um stjórnmál og trúarbrögð, en alltaf í bróðerni. Fáa vissi ég heilsteyptari í margslunginni leit og engan hug- kvæmari og snarpari að túlka skoð- anir sínar eða hófsamari og dreng- lyndari, þó að á milli bæri. Hann líktist bæði Gunn'ari og Kolskeggi. Sigurður Einarsson kvaddi sér hljóðs á skáldaþingi með ljóðabók- inni Hamri og sigð. Þá féll á jörð og mannkyn dimmur skuggi þeirrar voveiflegu aðkenningar, sem var heimsböl kreppunnar og æði naz- ismans. Sigurði svall og í brjósti heilög reiði vegna fátæktar og rétt- leysis kúgaðrar stéttar, sem hristi loks klafann. Ljóð hans voru því engir sálmar, en snjöll og tímabær herhvöt, sem í fljótu bragði minnti mun fremur á hert stál en slípað kefli. Svo lagði Sigurður frá sér hljóðfærið og tók sér atgeirinn í hönd. Margir hugðu, að skáldið væri dautt í fari þrumuklerksins, en þetta breyttist í Holti austur. Þar lenti atgeirinn uppi á þili, en harp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.