Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 96
94
URVAL
akkerum þessa rísavaxna orrustu-
skips.
BANVÆNIR GADDAR,
FIMIR FÆTUR
Skipta átti um áhafnir á dverg-
kafbátunum þ. 17. september, en
mikill stormur og þungur sjór gerði
það að verkum, að það varð að
fresta þessu. Næsta dag hafði lægt
nægilega til þess, að hægt var að
skipta um áhafnir á X-7, og þar
næsta dag var skipt um áhafnir á
X-5 og X-6.
Byrjað var að skipta um áhafnir
á móðurkafbátnum „Ógnvænleg“
og X-6 snemma kvölds, áður en
niðamyrkur var skollið á. Báðir
kafbátarnir voru komnir upp á yf-
irborðið, og áhafnirnar sigldu á
milli þeirra í litlum gúmbát. Þær
toguðu sig áfram á dráttartauginni,
sem tengdi kafbátana saman. Þeir
Cameron og Goddard fóru fyrstir
yfir í X-6, og tveir af afleysingar-
áhöfninni fóru svo í gúmbátnum yf-
ir í „Ógnvænleg". Svo kom röðin
að Lorimer. Hann missti næstum
kjarkinn, þegar gúmbáturinn kom
upp að skut „Ógnvænlegs", því að
honum fannst sem hann heyrði loft-
ið streyma úr honum. En sjóliðinn,
sem rétti honum hjálparhönd, full-
vissaði hann um, að þetta væri að-
eins skvampið í öldunum, er þær
skoluðust yfir skut ,Ógnvænlegs“
og rynnu síðan aftur út um götin á
hylkinu. Lorimer leið strax betur,
þegar hann var kominn út í gúm-
bátinn.
„Gangi yður vel, herra,“ sagði
sjóliðinn við hann, er hann steig
um borð í X-6. „Hitti yður eftir tvo
daga.“
En X-6 hafði skemmzt í drætti.
Það hafði komið leki að efsta hluta
hringsj árinnar. Uppburðaraflshólfið
í tundursprengjunni utan á stjórn-
borða hafði alveg fyllzt af sjó, og
þetta gerði það að verkum, að
dvergkafbáturinn hallaðist 15 gráð-
ur á stjórnborða. Til þess að ráða
bót á þessari slagsíðu X-6 og vega
á móti hinum aukna þunga af völd-
um sjávarins í tundursprengjunni
stjórnborðsmegin, fyrirskipaði Ca-
meron að varpa skyldi fyrir borð
öllum þeim útbúnaði og birgðum,
sem mögulegt væri án að vera, en
allt annað lauslegt skyldi flutt yfir
á bakborða. Mönnunum leið illa, er
þeir sáu niðursuðudósirnar skella í
sjóinn.
Næsta dag var lokið vvið að skipta
um áhafnir allra þriggja dvergkaf-
bátanna, og voru þeir nú dregnir
að syðra mynni Suðureyjarsunds.
Vindinn hafði lægt, og nú var mun
betra í sjó en áður, Skyggnið var
einnig gott, svo að unnt var að gera
nákvæmar staðarákvarðanir í öll-
um kafbátunum.
En þá komu skipsmenn á
„Þrjózk“, móðurkafbát X-7, skyndi-
lega auga á tundurdufl, sem rak í
áttina að stefni hans stjórnborðs-
megin. Þetta var nálægt þeim stað,
þar sem sleppa átti dvergkafbátun-
um lausum. Þaðan áttu þeir svo að
halda í gegnum tundurduflasvæðin
í áttina til skotmarksins. Tundur-
duflið kom nær og nær, og nú voru
hinir banvænu gaddar þess aðeins
nokkra þumlunga frá skrokk kaf-
bátsins. Loks hafði það borizt fram-