Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 104
102
XJRVAL
ekki annarra kosta völ. Vegna and-
stæðra sjávarstrauma, ólíkra sjáv-
arlaga salts og fersks sjávarvatns
og ýmissa tæknilegra vandamála
um borð varð hann að sjá, hvert
hann stefndi í raun og veru.
Þeir voru komnir nálægt norður-
strönd fjarðarins, þegar hann leit í
hringsjána. Þegar hann beindi henni
í suðaustur, þar sem Tirpitz lá,
endurköstuðust sólargeislarnir frá
sjávarfletinum af svo miklum krafti,
að hann blindaðist næstum. Hann
gat aðeins greint skipsskrokkinn
óljóst. En begar hann ætlaði að fara
að skoða baujur tundurskeytavarn-
arnetjanna í kringum Tirpitz, varð
skammhlaup í vélinni, sem lyfti
hringsjánni. Það heyrðist hár smell-
ur og sást ijósglampi. Stjórnklefinn
fylltist af reyk, og það byrjaði að
loga. Það hafði kviknað í út frá
rafmagni.
„Niður á 60 fet!“ stundi Camer-
on. Hann gat varla talað vegna
reykkófsins
Áhöfnin var svo þrautþjálfuð, að
hún þurfti nú ekki að láta segja
sér fyrir verkum. Þeir opnuðu öðru
hverju augun sem snöggvast og
teygðu sig eftir hinum nauðsynlegu
slökkvitækjum eða handföngum og
hiólum hinna ýmsu stjÓT-ntækja.
Þeir létu sig falla niður alveg ör-
magna, þegar þeim hafði loks tek-
izt að slökkva eldinn, athuga
skemmdirnar og reykurinn hafði að
mestu síazt inn í aðra klefa. Þeir
rýndu hver á annan blóðhlaupnum
augum og veltu því fyrir sér, hvern-
ig nú væri komið fyrir þeim.
Auk hringsjárskemmdanna hafði
nú lekið inn á báðar hliðarsprengj-
urnar. Þær mundu nú senda frá sér
stöðugan straum af loftbólum, hvert
sem kafbáturinn sigldi. Slagsíðan,
sem áður hafði verið 15 gráður, var
nú farin að aukast ískyggilega mik-
ið. Nú var svo komið, að Lorimer
gat varla stýrt kafbátnum vegna
hennar. Kannske væri eina vitið að
hætta við ætlunarverkið, sökkva
dvergkafbátnum úti í Altafirði og
reyna að komast yfir Lappland yfir
til Svíþjóðar. Þeir höfðu allt, sem
til slíkrar ferðar þurfti, allt frá
hlýjum fatnaði og landakortum til
sjúkragagna og lyfja.
En hvernig gætu þeir fengið af
sér að snúa nú við, er þeir voru
aðeins um 450 metra frá skipinu,
sem þeir höfðu komið til þess að
eyðileggja? Og þar að auki var það
hughreystandi staðreynd, já, næst-
um alveg ótrúleg staðreynd, að eng-
inn virtist hafa orðið var við þá
þrátt fyrir öll óhöppin.
Cameron leit spyrjandi á áhöfn
sína. Það var Lorimer, sem veitti
Cameron það svar sem hann var
að vonast eftir. ,,Við skulum sjá,
hvernig hann spjarar sig, skip-
stjóri,“ sagði hann.
Cameron brosti ,.Hæga ferð
áfram, John,“ svaraði hann. Svo
sagði hann við Kendall: „Dick, hér
eftir hjálpar þú mér til að lyfta
hringsjánni og láta hana síga. Við
skulum fyrst þurrka glerstrending-
ana í henni.“
AÐ DUGA EÐA DREPAST
Þeir nálguðust Tirpitz, þagnað til
þeir -komu að einhverju, sem Came-
ron sagði, að líktist helzt einhverj-
um dökkum kúlum, er hann skoð-