Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
Sú stöð var opin alla nóttína, og
hann ætlaði að ná í nýjan hlut í
ofninn. Hann hengdi logandi bensín-
ljósker á tjaldsúlu, áður en hann
fór, því að hann vissi, að það veitti
svolítinn yl. Ljóskerið hlaut að hafa
sprungið í loft upp eða dottið til
jarðar og kveikt þannig í tjaldinu.
Sjúkrabíllinn kom. Og svo var
ekið með Lu og börnin, sem voru
illa brunnin, til iítils sjúkrahúss í
Deckerville, sem var í 10 mínútna
fjarlægð. Lögreglan fann Dick á
meðan og ók honum til sjúkrahúss-
ins í Deckerville. Læknirinn sagði
við hann: „Eina vonin þeim til
handa er fólgin í brunasáradeild-
inni í Læknamiðstöð Michiganhá-
skóla í Ann Arbor.“
Læknirinn hafði samband við dr.
Irving Feller, stofnanda og forstöðu-
mann brunasáradeildarinnar. Og
hann beið þegar reiðubúinn, þegar
sjúkrabíllinn kom þangað með
börnin klukkan hálf sex að morgni
eftir 150 mílna akstur. Það var ekk-
ert rúm laust í miðstöðinni, og því
sendi hann börnin til St. Joseph
Mercy sjúkrahússins þar í nágrenn-
inu, en þar var útibú frá brunasára-
deild hans. Börnin höfðu fengið
mikið af deyfilyfjum til þess að
draga úr kvölum þeirra.
Þar leiddi skoðun í ljós, að Bruce
hafði verið heppnari en systurnar.
Aðeins 19% af yfirborði líkama
hans voru alveg þakin brunasárum.
Og þar af voru 10% „þriðja stigs
brunasár", en það þýðir, að húðin
sé alveg eyðilögð og líkaminn geti
ekki myndað nýja húð í hennar
stað. Batahorfur hans voru samt
góðar. En telpurnar voru í hættu.
79% af húð Mary var svört, og 50%
þar af alveg eyðilögð. Hvað Lindu
snerti, hafði dr. Feller aldrei vitað
til, að svo illa brunninn sjúklingur
héldi lífi. Líkami hennar var næst-
um alþakinn brunasárum eða 90%
af húð hennar. Þar af voru 75%
algerlega eyðilögð. Það voru að-
eins smáblettir á líkama hennar,
sem höfðu ekki brunnið, svolítill
blettur á bringunni, hálsinn og húð-
in umhverfis nef, munn og augu.
Dr. Feller er grannvaxinn, róleg-
ur maður á fimmtugsaldri. Hann gat
ekki sagt til um það með vissu,
hvort telpurnar hefðu þetta af. „Það
hafa orðið miklar framfarir undan-
farið, hvað snertir meðhöndlun
brunasára,“ sagði hann við foreldra
telpnanna. ,Og við munum gera allt
sem við getum, fyrir börnin ykkar.
En þetta mun taka langan tíma. Við
verðum bara að bíða og sjá, hvað
setur.“
MÚMÍUR
Alvarleg brunasár eru eitt erfið-
asta og flóknasta viðfangsefni
læknavísindanna. Það getur orðið
þörf fyrir margs konar sérfræðinga,
eigi árangur að nást, t.d. sérfræð-
inga í skurðlækningum, lyflækning-
um og húðsjúkdómum, barnalækna,
sérfræðinga í kirtlastarfsemi, heila-
sérfræðinga og geðlækna. Þar að
auki er oft þörf fyrir margra mán-
aða sérhæfða og umfangsmikla
hjúkrun."
„Fólk deyr ekki af völdum
bruna,“ segir dr. Feller. „Það deyr
af ýmsum eftirköstum brunans, eft-
irköstum, sem orsakast af því, að
húðin hefur eyilagzt. Húðin er