Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 93
DVERGKAFBÁTARNIR
91
ast í stjórnklefanum frammi fyrir
alls konar mælum, hjólum, hand-
föngum og hnöppum, sem réðu
dýpi, hraða, stefnu og jafnvægi
kafbátsins og stjórnuðu jafnframt
aðalvélum hans og loftþrýstingi.
Hann varð að læra að handleika
þessi stjórntæki á mismunandi
dýpi, mismunandi siglingarhraða og
í mismunandi þéttum sjó. Og á
meðan varð hann stöðugt að taka
með í reikninginn ýmislegt, sem
var að gerast inni í kafbátnum
sjálfum. Yæri til dæmis farið með
lítinn verkfærakassa aftan úr skut
fram í stefni, gat slíkt aukið niður-
stefnu kafbátsins, ef hann ynni
ekki á móti slíku með því að dreifa
þunganum. Þá sneri hann hinu rétta
hjóli og ýtti á hið rétta handfang.
Segja má, að farkosturinn hafi orð-
ið eins konar framlenging hand-
leggja liðsforingjans, augna hans
og hugar, eftir því sem þjálfunin-
inni miðaði áfram, því að því var
eins farið með dvergkafbátana og
gömlu Fordbílana af T-gerð, að
hver þeirra hafði sinn eigin duttl-
ungafulla persónuleika og „gegndi"
aðeins stjórn þess, sem var þaul-
kunnugur göllum hans og hæfni,
ekki einungis tæknilega heldur
einnig fagurfræðilega séð.
STEFNT NIÐUR í DJÚPIÐ
Áhafnirnar og farkostirnir voru
ekki tilbúnir til hættuferðarinnar
fyrr en síðla sumars árið 1943. Ör-
yggisráðstafanir við Loch Cairn-
bawn höfðu að vísu alltaf verið
strangar, en nú urðu þær alveg
óheyrilegar. Enginn fékk neitt leyfi
lengur. Nú var verið að æfa drátt-
aræfingar, og voru kafbátar látnir
draga dvergkafbátana. Áhafnir
dvergkafbátanna sátu fundi með
yfirmönnum kafbátanna. Hvert
tangur og tetur var athugað.og próf-
að, dráttartaugar, hvers kyns út-
búnaður og þær fyrirskipanir, sem
gefa skyldi í ferðinni, og' rétt fram-
kvæmd þeirra.
Þ. 11. september, 1943, eða aðeins
tveim dögum eftir árás Tirpitz á
Svalbarða, smugu sex kafbátar með
sex dvergkafbáta í eftirdragi út úr
höfninni. Dvergkafbátarnir voru
tengdir við ,.móðurskip“ sitt með
300 feta löngum nylondráttarkaðli.
Þeir lögðu úr höfn með tveggja
klukkustunda millibili. „Ógnvæn-
legur“ (Truculent) hélt fyrstur af
stað með X-6 í eftirdragi. Fram-
kvæmd „Áætlunarinnar Upptök"
var hafin.
Fyrsti hluti sendiferðarinnar var
langt frá því að vera hættulaus fyr-
ir dvergkafbátana og „afleysingar-
áhafnir" þeirra. Siglt var í kafi, og
„móðurkafbátarnir“ sigldu nokkurn
veginn samsíða á 10 hnúta hraða.
Dvergkafbátarnir voru svo eins og
flugdrekar blaktandi í snúru í mikl-
um vindi. Þeir hreyfðust upp og
niður í sjónum. allt að 50 fet hvora
leið. Slík hreyfing var mjög vel til
þess fallin að framkalla þá verstu
tegund sjóveiki, sem til er. Og „af-
leysingaráhafnirnar" urðu að þola
þessa vanlíðan í sex daga, að und-
anskildum 15 mínútum sjöttu hverja
klukkustund, þegar dvergkafbátarn-
ir fóru upp á yfirborðið til þess að
losna við hið fúla loft og fá ferskt
loft þess í stað. Það var hægt að
draga talsvert úr þessari hreyfingu