Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 33
31
SEX LANGI.R MÁNUÐlR
stærsta „líffæri" líkamans. Glatist
40% eða meira af húðinni, veldur
slíjtt geysilegu álagi á önnur líffæri.
Líkaminn reynir að mynda nýja
húð. En honum heppnast það ekki
nema með hjálp húðágræðslu. En
hann heldur samt áfram að reyna
það. Og við þetta stöðuga, mikla
álag getur hvaða líffæri sem er gef-
izt upp, líkt og vél brennur úr sér,
ef of mikið er iagt á hana. Hjartað
eða nýrun geta bilað. Það getur
myndazt sýking og ígerð. Það geta
orðið heilaskemmdir. Það geta
myndazt blæðandi sár... Hvað sem
er getur komið fyrir.“
Allt frá byrjun var aðalhættan
fólgin í því, að telpurnar fengju
banvænt lost vegna skorts á nauð-
synlegum líkamsvökvum. Allt varð
því að gera til þess að reyna að
hindra slíkt. Nákvæmlega mældu
magni af blóðvökva, saltvatnsupp-
lausn og eggjahvítuefnum var dælt
inn í líkama þeirra um æð. Magn
þvagsins var mælt og efnagreint til
þess að ákvarða hversu mikinn
vökva þær misstu og hvort nýrun
ynnu sitt starf nægilega vel, þ.e. að
losa líkamann við eiturefni. Líkams-
hiti og blóðþrýstingur var mældur
með klukkustundarfresti, Þeim voru
gefin ýmis lyf. Telpurnar voru
vafðar í sárabindi frá hvirfli til ilja
og litu því út eins og múmíur.
Fyrsta hættutímanum lauk að
þrem dögum liðnum. Þá byrjuðu
sködduðu frumurnar í hinum risa-
vöxnu sárum að gróa og hættu að
drekka í sig vökva úr blóðrásar-
kerfinu. Þær Linda og Mary voru
meðhöndlaðar í sérstökum rúmum,
sem kölluð eru ,Strygergrindur“.
Þar er um að ræða tvær dýnur í
hringlaga grind. Grindinni er snú-
ið, og þannig er hægt að breyta
stellingu sjúklinganna úr baklegu-
stellingu í setstellingu, án þess að
þeir séu snertir.
Fyrst varð að hreinsa allt dautt
skinn úr „þriðja stigs brunasárum11
telpnanna, áður en hægt var að
hefja húðflutning og húðágræðslu.
Hið dauða skinn vill loða við, og
oft er erfitt að ná því af. Það er
svart og líkist helzt leðri. Sumar
flygsurnar losnuðu sjálfkrafa, er
skipt var um sáraumbúðir, eða þeg-
ar sjúklingnum var gefið sótthreins-
andi þeytibað. En sumar húðflygs-
urnar loddu svo fast við holdið, að
það varð að framkvæma skurðað-
gerðir til þess að ná þeim af. Og þá
varð að svæfa sjúklingana á meðan.
„ALLTAF?“
Læknar og hjúkrunarkonur
skiptu um sáraumbúðirnar tvisvar
á dag. Það tók klukkustund í hvert
skipti og var mjög kvalafullt. For-
eldrarnir dvöldu eins lengi í sjúkra-
húsinu og starfsfólkið gaf þeim leyfi
til. Þeir komu þangað á hverjum
morgni klukkan 7 og fóru sjaldan
af sjúkrahúsinu fyrr en klukkan 10
að kvöldi. Dick, sem var 31 árs, fékk
um stundarsakir frí úr starfi sínu
hjá Ford bifreiðaverksmiðjunum.
Og þau tóku á leigu litla íbúð í Ann
Arbor. Þeim fannst það mikilvægt,
að fjölskyldan héldi áfram að vera
fjölskylda, og dr. Feller var á sama
máli. „Foreldrarnir veita börnunum
ást, stuðning og stöðuga snertingu
við raunveruleikann utan sjúkra-
hússins,“ sagði hann. „Foreldarnir