Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
sig saman inni í miðjum hóp hljóð-
færaleikaranna og gaf þeim merki
með blíðlegum hasidahreyfingum,
líkt og hann væri að töfra tónlistina
fram úr hljóðfærum þeirra með
mildri blíðu.
Um miðnætti var hann loks til-
búinn að fara burt úr upptökusaln-
um. Hann sagðist ætla að fá sér
smábita að borða. Síðan ók hann af
stað frá New York síðla nætur
ásamt Harry Carney, vingjarnlega
saxófónleikaranum, sem hefur
starfað með honum í 41 ár. Þeir ætl-
uðu að ná til Cleveland nægilega
fljótt til þess að leika þar næsta
kvöld. Harry ætlaði að aka, líkt
og hann hafði gert ótal nætur fyrr
og síðar, og veita Ellington þannig
tækifæri til þess að semja.
„Við Harry tölum ekki mikið
saman,“ sagði Duke þegar hann yf-
irgaf upptökusalinn: „Ég læt mig
bara dreyma og sem, og ég er alltaf
að hugsa um það, að það, sem fæð-
ist loks á morgun. verði bezt af
því öllu, stórkostlegt! Hver veit,
hvaða stefnu það mun taka?“
Eitt kvöld var ég að gæta 8 ára telpu. Við fórum í lítið „Tivolí" í
nágrenninu. Hún vildi fá að veðja á lukikuhjólið. Ég samþykkti það.
Hún tók smápening upp úr litla vesikinu sínu og valdi sér töluna 97
eftir langa umhugsun . Og 97 vann!
Afgreiðslumaðurinn virtist alveg himinilifandi yfir því, að litla hnátin
skyldi vinna, og sagði henni, að hún mætti velja sér hvaða verðiaun
sem hún kysi. Hún virti fyrir sér hverja röðina af annarri af þessum
glæsilegu verðlaunum. Svo staðnæmdist augnaráð hennar við einn hlut,
og hún, svaraði: „Ég tek peningakassann."
Mary H. Barron.
Maður einn vék sér að hippa sem mókti í sólskininu i skemmtigarði
einum í Boston, og spurði hann að því, hvað klukkan væri. „Tólf,“
svaraði hippinn ietilega.
„Almáttugur!" hrópaði maðurinn upp yfir sig. „Ég hélt, að það væri
orðið framorðnara en það.“
„Heyrðu góði, það verður aldrei framorðnara en það,“ svaraði hipp-
inn þá. „Sko, þegar klukkan er orðin tólf, þá byrjum við bara upp á
nýtt.“
HarolcL Winerij).
Manstu, þegar 5 dollara virði aif matvælum komst ekki í einn poka ...
hvað þá einn maga?
Newsday Syecials.
Mannorð, sem „brestur" hefur einhvern tíma komizt í, er hægt að
gera við, en veröldin mun alltaf hafa auga með ,;staðnum“, þar sem
y,bresturinn“ kom fram. Detroit News.