Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 16

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL an hátt: „Þið takið eftir því, að ég er bara Frakki á meðal annarra Frakka, að undanskildum þessum litla palli.“ Þessi blaðamannafundur var táknrænt dæmi um afturhvarf Frakka til eðlilegs ástands eftir strangsiðavanda stjórn Charles de Gaulles, stjórn, sem einkennzt hefur af hátíðlegri mælsku. Þetta aftur- hvarf hefur ekki látið mikið yfir sér á yfirborðinu, en það hefur ver- ið mjög áhrifaríkt. Hershöfðinginn var ómannblendin og mótsagna- kennd persóna, sem erfitt var að ná sambandi við. Hann ríghélt í stjórnarvölinn og réð öllu, bæði smáu sem stóru. f þjóðaratkvæða- greiðslu, sem haldin var 27. apríl síðastliðinn, höfnuðu kjósendur til- lögum de Gaulles um endurbætur á skipulagi þingsins og endurskipu- lagningu héraðsstjórna. Og þá sagði hershöfðinginn, sem var orðinn 78 ára að aldri, tafarlaust af sér. De Gaulle hafði margsinnis spáð al- gerri ringulreið, er hann léti af völdum. En þess í stað hefðu um- skiptin varla getað verið rólegri og snurðulausari. Alain Poher þingfor- seti tók við störfum forseta. Síðan voru forsetakosningar haldnar í júní og þá vann hinn 57 ára gamli Pompidou talsverðan sigur yfir Poh- er. KVARTANIR OG AÐFINNSLUR Meðan á forsetakosningahríðinni stóð, hafði Pompidou lofað því, að hinu franska þjóðlífi skyldi ekki umrótað, ef hann næði kosningu, en þó skyldi stjórn hans verða opin fyrir æskilegum breytingum og um- bótum. Þetta dró bæði að sér stuðn- ingsmenn de Gaulles og þá kjós- endur, sem þráðu einhverjar breyt- ingar. Pompidou hefur verið trúr þessum kosningaloforðum sínum þennan tíma, sem hann hefur gegnt forsetaembættinu. En hann hefur samt staðið fyTÍr athyglisverðum breytingum, bæði stórum og smá- um. Öryggisvörðum var fækkað mjög við Elyséehöllina, aðsetur Frakklandsforseta í París, skömmu eftir að Pompidou kom til valda. Og nú var aftur tekið til að framreiða skozkt whisky við móttökuathafnir í forsetahöllinni. Og nú leyfist ráð- herrum stjórnar hans að láta alveg óhikað í ljósi skoðanir sínar á stjórnarfundum, þar sem forsetinn situr í forsæti. Meðan á ríkisstjórn de Gaulles stóð, hófu ráðherrax máls, aðeins ef þeir voru beðnir um slíkt. „Umræður" um málin eru nú daglegt brauð á öllum sviðum lands- stjórnarinnar, vegna þess að það var almennt viðurkennt, að í stjórnartíð de Gaulles rofnuðu öll „fjarskipta- sambönd“ milli ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar, þannig að þar var ekki lengur um að ræða nein tengsl. Hershöfðinginn hafði áhuga á örlög- um og „stórfengleika" Frakklands, en ekki á veraldarvafstri, áhuga- málum og áhyggjum hins óbreytta borgara, svo sem óhæfu og ónógu íbúðarhúsnæði, hræðilega yfirfull- um skólum, háum framfærslukostn- aði og launakjörum, sem drógust sífellt aftur úr framfærslukostnað- inum. Óánægja og örvæntingarfullt vonleysi ólgaði hvarvetna undir yf- irborðinu. Og í maí árið 1968 sauð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.