Úrval - 01.02.1970, Side 16
14
ÚRVAL
an hátt: „Þið takið eftir því, að ég
er bara Frakki á meðal annarra
Frakka, að undanskildum þessum
litla palli.“
Þessi blaðamannafundur var
táknrænt dæmi um afturhvarf
Frakka til eðlilegs ástands eftir
strangsiðavanda stjórn Charles de
Gaulles, stjórn, sem einkennzt hefur
af hátíðlegri mælsku. Þetta aftur-
hvarf hefur ekki látið mikið yfir
sér á yfirborðinu, en það hefur ver-
ið mjög áhrifaríkt. Hershöfðinginn
var ómannblendin og mótsagna-
kennd persóna, sem erfitt var að
ná sambandi við. Hann ríghélt í
stjórnarvölinn og réð öllu, bæði
smáu sem stóru. f þjóðaratkvæða-
greiðslu, sem haldin var 27. apríl
síðastliðinn, höfnuðu kjósendur til-
lögum de Gaulles um endurbætur á
skipulagi þingsins og endurskipu-
lagningu héraðsstjórna. Og þá sagði
hershöfðinginn, sem var orðinn 78
ára að aldri, tafarlaust af sér. De
Gaulle hafði margsinnis spáð al-
gerri ringulreið, er hann léti af
völdum. En þess í stað hefðu um-
skiptin varla getað verið rólegri og
snurðulausari. Alain Poher þingfor-
seti tók við störfum forseta. Síðan
voru forsetakosningar haldnar í júní
og þá vann hinn 57 ára gamli
Pompidou talsverðan sigur yfir Poh-
er.
KVARTANIR OG AÐFINNSLUR
Meðan á forsetakosningahríðinni
stóð, hafði Pompidou lofað því, að
hinu franska þjóðlífi skyldi ekki
umrótað, ef hann næði kosningu, en
þó skyldi stjórn hans verða opin
fyrir æskilegum breytingum og um-
bótum. Þetta dró bæði að sér stuðn-
ingsmenn de Gaulles og þá kjós-
endur, sem þráðu einhverjar breyt-
ingar. Pompidou hefur verið trúr
þessum kosningaloforðum sínum
þennan tíma, sem hann hefur gegnt
forsetaembættinu. En hann hefur
samt staðið fyTÍr athyglisverðum
breytingum, bæði stórum og smá-
um. Öryggisvörðum var fækkað
mjög við Elyséehöllina, aðsetur
Frakklandsforseta í París, skömmu
eftir að Pompidou kom til valda. Og
nú var aftur tekið til að framreiða
skozkt whisky við móttökuathafnir
í forsetahöllinni. Og nú leyfist ráð-
herrum stjórnar hans að láta alveg
óhikað í ljósi skoðanir sínar á
stjórnarfundum, þar sem forsetinn
situr í forsæti. Meðan á ríkisstjórn
de Gaulles stóð, hófu ráðherrax
máls, aðeins ef þeir voru beðnir um
slíkt.
„Umræður" um málin eru nú
daglegt brauð á öllum sviðum lands-
stjórnarinnar, vegna þess að það var
almennt viðurkennt, að í stjórnartíð
de Gaulles rofnuðu öll „fjarskipta-
sambönd“ milli ríkisstjórnarinnar
og þjóðarinnar, þannig að þar var
ekki lengur um að ræða nein tengsl.
Hershöfðinginn hafði áhuga á örlög-
um og „stórfengleika" Frakklands,
en ekki á veraldarvafstri, áhuga-
málum og áhyggjum hins óbreytta
borgara, svo sem óhæfu og ónógu
íbúðarhúsnæði, hræðilega yfirfull-
um skólum, háum framfærslukostn-
aði og launakjörum, sem drógust
sífellt aftur úr framfærslukostnað-
inum. Óánægja og örvæntingarfullt
vonleysi ólgaði hvarvetna undir yf-
irborðinu. Og í maí árið 1968 sauð