Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 60

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 60
58 ÚRVAL breytist, umbreytist einnig hugmynd okkar um stöðu mannsins í alheim- inum. Á þessari öld hafa vísindin meðal annars gert tvær geysimikil- vægar uppgötvanir. í heimi efnisins hefur okkur orðið ljóst, hve allt er afstætt, og innan sálarfræðinnar hafa vísindamenn uppgötvað regin- víddir dulvitundarinnar, sem búa undir þunnu yfirborði sjálfsvitund- ar og vilja mannsins. Báðar þessar uppgötvanir eru þó það nýjar af nálinni, að enn er ekki hægt að segja fyrir um, hvaða áhrif þær kunna að hafa á hugmynd okkar um stöðu mannsins í alheiminum. En samt mælir ekkert á móti því, að við reynum að geta okkur til um það. Þessar uppgötvanir munu þó ekki endurvekja gömlu hugmyndina um, að maðurinn sé sá miðpunktur aiheims, sem hugmyndafræði Zoroa- stertrúar, Gyðingadóms og Kristni hélt fram, að hann væri. Samt sem áður gera þær ekki manninn að eins ómerkilegu fyrirbæri og hann var álitinn vera á tímabilinu frá 1600 til 1900. Afstæðiskenningin hef- ur opnað augu okkar fyrir því, að stjörnufræðingurinn, sem rannsakar himingeiminn er, eins og mannfræð- ingurinn, sem athugar hegðun ým- issa þjóðflokka, eitthvað annað og meira en aðeins áhorfandi ytri at- burðarásar. Hann er einnig þátttak- andi eða leikari í atburðarásinni, því að athuganirnar, sem hann gerir, hafa ekki aðeins áhrif á hans eigin huga, heldur einnig á fyrirbærið, sem hann rannsakar. Hegðun þjóð- flokksins breytist, þegar mannfræð- ingurinn fer að fylgjast með henni. I rauninni er rannsakandinn ekki aðeins hlutlaus athugandi, hann hef- ur hlutverki að gegna í þessari stór- ko$tlegu leiksýningu, lífinu, sem hann er þó einnig áhorfandi að. Efnisheimurinn hefur engan mið- depil, enga fasta punkta. Plánetan, sem stjörnufræðingurinn er staddur á, er sjálf á fleygiferð um geiminn meðan hann rannsakar hreyfingar annarra pláneta gegnum stjörnu- kíkinn. Sérhver pláneta, sem stjörnufræðingur kann að búa á, er jafn góð eða slæm og allar hinar. Þær eru hver um sig aðeins viðmið- unarpunktur. í alheiminum, sem jafnvel virðist takmarkalaus, geta verið milljónir byggilegra pláneta og á mörgum þeirra geta búið stjörnufræðingar. En vegalengdin milli byggilegra stjarna er kannski óteljandi fjöldi ljósára, og stjörnu- fræðingur, sem þar býr, er ef til vill eins og Alexander Selkirk „skapandi" þess, sem hann sér, þótt hann sé sennilega aðeins einn af óteljandi fjölda siíkra skapandi vit- undarvera, sem dreifðar eru hingað og þangað um alheiminn. Maðurinn er líka skapandi vitundarvera, því það er hann, sem í rauninni um- breytir og skapar það sem hann sér. Með uppgötvun afstæðiskenningar- innar hefur maðurinn samt ekki öðlazt aftur það mikilvægi og þá sérstöðu, sem hann var álitinn hafa fyrir daga Copernikusar og New- tons. Afstæðiskenningin hefur hins vegar sett hann við hlið annarra hugsanlegra íbúa alheimsins, sem búa yfir sama skapandi mætti og hann. Þess vegna getum við, sem nú lifum, litið bjartari augum á manninn og stöðu hans í alheimin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.