Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
breytist, umbreytist einnig hugmynd
okkar um stöðu mannsins í alheim-
inum. Á þessari öld hafa vísindin
meðal annars gert tvær geysimikil-
vægar uppgötvanir. í heimi efnisins
hefur okkur orðið ljóst, hve allt er
afstætt, og innan sálarfræðinnar
hafa vísindamenn uppgötvað regin-
víddir dulvitundarinnar, sem búa
undir þunnu yfirborði sjálfsvitund-
ar og vilja mannsins. Báðar þessar
uppgötvanir eru þó það nýjar af
nálinni, að enn er ekki hægt að
segja fyrir um, hvaða áhrif þær
kunna að hafa á hugmynd okkar um
stöðu mannsins í alheiminum. En
samt mælir ekkert á móti því, að
við reynum að geta okkur til um
það. Þessar uppgötvanir munu þó
ekki endurvekja gömlu hugmyndina
um, að maðurinn sé sá miðpunktur
aiheims, sem hugmyndafræði Zoroa-
stertrúar, Gyðingadóms og Kristni
hélt fram, að hann væri. Samt sem
áður gera þær ekki manninn að
eins ómerkilegu fyrirbæri og hann
var álitinn vera á tímabilinu frá
1600 til 1900. Afstæðiskenningin hef-
ur opnað augu okkar fyrir því, að
stjörnufræðingurinn, sem rannsakar
himingeiminn er, eins og mannfræð-
ingurinn, sem athugar hegðun ým-
issa þjóðflokka, eitthvað annað og
meira en aðeins áhorfandi ytri at-
burðarásar. Hann er einnig þátttak-
andi eða leikari í atburðarásinni, því
að athuganirnar, sem hann gerir,
hafa ekki aðeins áhrif á hans eigin
huga, heldur einnig á fyrirbærið,
sem hann rannsakar. Hegðun þjóð-
flokksins breytist, þegar mannfræð-
ingurinn fer að fylgjast með henni.
I rauninni er rannsakandinn ekki
aðeins hlutlaus athugandi, hann hef-
ur hlutverki að gegna í þessari stór-
ko$tlegu leiksýningu, lífinu, sem
hann er þó einnig áhorfandi að.
Efnisheimurinn hefur engan mið-
depil, enga fasta punkta. Plánetan,
sem stjörnufræðingurinn er staddur
á, er sjálf á fleygiferð um geiminn
meðan hann rannsakar hreyfingar
annarra pláneta gegnum stjörnu-
kíkinn. Sérhver pláneta, sem
stjörnufræðingur kann að búa á, er
jafn góð eða slæm og allar hinar.
Þær eru hver um sig aðeins viðmið-
unarpunktur. í alheiminum, sem
jafnvel virðist takmarkalaus, geta
verið milljónir byggilegra pláneta
og á mörgum þeirra geta búið
stjörnufræðingar. En vegalengdin
milli byggilegra stjarna er kannski
óteljandi fjöldi ljósára, og stjörnu-
fræðingur, sem þar býr, er ef til
vill eins og Alexander Selkirk
„skapandi" þess, sem hann sér, þótt
hann sé sennilega aðeins einn af
óteljandi fjölda siíkra skapandi vit-
undarvera, sem dreifðar eru hingað
og þangað um alheiminn. Maðurinn
er líka skapandi vitundarvera, því
það er hann, sem í rauninni um-
breytir og skapar það sem hann sér.
Með uppgötvun afstæðiskenningar-
innar hefur maðurinn samt ekki
öðlazt aftur það mikilvægi og þá
sérstöðu, sem hann var álitinn hafa
fyrir daga Copernikusar og New-
tons. Afstæðiskenningin hefur hins
vegar sett hann við hlið annarra
hugsanlegra íbúa alheimsins, sem
búa yfir sama skapandi mætti og
hann. Þess vegna getum við, sem
nú lifum, litið bjartari augum á
manninn og stöðu hans í alheimin-